Húnavaka - 01.05.1977, Page 84
82
HÚNAVAKA
Fátt veit ég um börn Stefáns og ekkert um seinni konu börnin,
enda munu þau ekki liafa staðfestst hér um slóðir. Verða nú í lokin
nefnd fjögur af fyrri konu börnunum:
1. Solveig Stefánsdóttir, f. 22. maí 1831, giftist frænda sínum Sölva
bónda Sölvasyni frá Syðri-Langamýri, sjá þar.
2. Halldór Stefánsson, f. 22. des. 1834, d. 1. júní 1901. Bóndi á
Víðimýri o. v. Sonur hans var Ásgeir bóndi á Fossi á Skaga
(Sk.æv.). Kona Ásgeirs var Sigurlaug Sigurðardóttir bónda á
Fossi Gunnarssonar, en móðir Sigurlaugar var Sigríður Gísla-
dóttir frá Fossseli Þorsteinssonar bónda í Kóngsgarði Gíslason-
ar. Þorsteinn var kunnur maður á sinni tíð og tók mikinn þátt
í félagsmálavakningum þeim, sem urðu í Svínavatns- og Ból-
staðarhlíðarhreppum upp úr miðri nítjándu öld og leiddu til
félagsstofnana um búnaðarframkvæmdir og bóklestur.
3. Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 14. marz 1835, giftist Guðmundi
Sveinssyni smið frá Kirkjubæ. Synir þeirra voru: Sveinn bóndi
á Kárastöðum og síðar í Kúskerpi og Stefán verkamaður á
Blönduósi.
4. Sveinn Stefánsson, f. 1. marz 1838, bóndi í Seldal í Norðfirði.
11. Hajsteinn Guðmundsson, Ytri-Langamýri.
Árið 1801 er þríbýli á Stóruborg í Vesturhópi. Kinn ábúendanna
er ekkjan Ingibjörg Hafsteinsdóttir, 72 ára. Á búi liennar eru taldir
bróðursynir hennar tveir, Guðmundssynir, Guðmundur 31 árs og
Hafsteinn 26 ára, báðir fæddir á Stöpum á Vatnsnesi (manntal 1816).
Þar mun Guðmundur faðir þeirra hafa búið, en faðir Guðmundar
á Stöpum og Ingibjargar á Stóruborg var Hafsteinn Skúlason bóndi
á Bergsstöðum á Vatnsnesi.
Ingibjörg á Stóruborg missti mann sinn Þórð Einarsson 1798.
Kunnast af börnum þeirra var Skúli Þórðarson stúdent og bóndi á
Stóruborg. Hann bjó þegar 1801 á Stóruborg, og 3 af 6 börnum hans
voru þá fædd. Skúli átti Kristínu frá Hvannni í Vatnsdal Jónsdóttur
Pálssonar, systur Rannveigar konu Arnljóts Illugasonar hreppstjóra
á Guðlaugsstöðum, — sjá þátt hans.
Þau Skúli og Kristín á Stóruborg áttu 6 börn, sem komust til