Húnavaka - 01.05.1977, Side 85
HÚNAVAKA
83
aldurs. Verður nú gerður stuttur útúrdúr og lauslega getið þeirra
Stóruborgarsystkina og nefndir nokkrir niðjar.
1. Anna Skúladóttir fyrsta kona séra Þorvarðar frá Breiðabólstað
í Vesturhópi, en rneðal barna þeirra var Hannes bóndi á
Haukagili í Vatnsdal.
2. Ingibjörg Skúladóttir fyrri kona Jóns Bjarnasonar stjörnuspek-
ings í Þórormstungu, en dóttir þeirra var Hólmfríður, sem
átti frænda sinn Hannes Þorvarðarson bónda á Haukamli, en
sonarsonur þeirra er Hannes Jónsson fyrrv. alþm. og núverandi
bóndi í Þórormstungu.
3. Jón Skúlason bóndi á Haukagili í Vatnsdal 1827—74.
4. Einar Skúlason lireppstjóri á Stóruborg föðurfaðir Jónasar Jó-
hannssonar bónda á Kistu.
5. Steinvör Skúladóttir kona Jóns hreppstjóra Sigurðssonar á
Lækjamóti, en synir þeirra voru: Jón bóndi í Valdarási og
Sigurður hreppstjóri á Lækjamóti.
6. Kristín Skúladóttir kona Þórðar Oddssonar á Sporði, en börn
þeirra voru: Hannes í Galtarnesi, Jón á Auðólfsstöðum og
Anna kona Guðmundar á Þorkelshóli Sigurbjartssonar.
Við manntalið 1816 eru þeir bræður, Guðmundur og Hafsteinn,
enn ókvæntir. Guðmundur er í tvíbýli við Skúla Þórðarson frænda
sinn á Stóruborg, en Hafsteinn er þá vinnumaður á Ytri-Langamýri
hjá Solveigu Jónsdóttur ekkju Halldórs Jónssonar. Þar á heimilinu
er vinnukona sú, er Þóra heitir Vigfúsdóttir. Bæði voru þau vinnu-
hjúin komin af æskuskeiði, hún þrítug og hann 44 ára. Hér hitti
Hafsteinn loksins konuefnið. Hér var þó ekki flanað að neinu.
Vinnuhjúin á Löngumýri gengu ekki í hjónaband fyrr en 26. jan.
1821.
Þóra Vigfúsdóttir var fædd á Syðri-Langamýri 18. sept. 1786 og
dáin á Gunnfríðarstöðum 4. sept. 1845. Foreldrar hennar voru Vig-
fús Björnsson og kona hans Þóra Sigurðardóttir frá Holti í Svínadal,
föðursystir Illuga ríka Gíslasonar bónda þar. Hafsteinn og Þóra
hófu búskap á þriðjungi Ytri-Langamýri vorið 1821 og bjuggu þar
til vorsins 1834, er þau fluttu búferlum að Gunnfríðarstöðum, þeg-
ar Þrúður Illugadóttir brá þar búi. Þar lézt Hafsteinn 26. maí 1837,
þá talinn 61 árs og ætti hann því að vera fæddur 1776, en hér mun
aldur hans vera vantalinn, því að aldursákvarðanir við fyrrnefnd