Húnavaka - 01.05.1977, Síða 86
84
HUNAVAKA
aðalmanntöl benda á árin 1775 og 1772. Þóra liélt áfram búskap á
Gunnfríðarstöðum eftir lát manns síns í fjögur ár, en síðustu árin,
sem him lifði, var hún þar í húsmennsku, en lé/.t eins og fyrr segir
1845.
Þeim Þóru og Hafsteini fæddust fjögur börn. Tv<) verða hér
nefnd:
1. Ingibjörg Hafsteinsdóttir, f. 24. okt. 1822. Hún hafði verið
tæp 5 ár í hjónabandi, þegar luin lézt 23. ág. 1861. Maður henn-
ar hét Pétur Frímann Jónsson, Skagfirðingur í móðurkyn, en
föðurættin var eyfirzk. Þóra og Pétur giftust 9. nóv. 1856. Þau
bjuggu fyrst á Geithömrum en svo á Grund í Svínadal. Sonur
Jreirra var séra Hafsteinn Pétursson prestur um áratugi hjá ís-
lendingum í Vesturheimi, en síðar skrifstofumaður í Kaup-
mannahöfn. Hann var kvæntur danskri konn, en þau voru
barnlaus.
2. Sigurður Hafsteinsson, fæddur 9. ág. 1828 á Ytri-Langamýri,
bóndi í Öxl 1863—85, kvæntur Guðrúnu, f. 13. apr. 1838,
Einarsdóttur bónda á Svínavatni Skaftasonar, — sjá þátt Ingi-
bjargar á Svínavatni. Guðrún bjó fjögur ár (1885—89) í Öxl
eftir lát manns síns. Synir Jaeirra Axlarhjóna voru Jreir Einar
bóndi á Hjallalandi fæddur í Öxl 1. janúar 1877, dáinn 14.
nóv. 1962 á Blönduósi, og Hafsteinn Sigurðsson sparisjóðs-
gjaldkeri á Blönduósi, fæddur í Öxl 23. maí 1872, dáinn 30.
nóv. 1948 á Blönduósi. Þeir bræður voru báðir barnlausir.
12. Markús Andrésson.
Hann bjó ekki á Ytri-Langamýri fardagaárið 1830—31. Flutti í
burtu vorið 1830 vestur í Víðidal. Hans verður einungis lauslega
minnzt, sökurn þess, að hans er getið í bændavísunni um Ytri-Langa-
mýri. Markús var Eyfirðingur að ætt. Foreldrar hans munu hafa
verið hjónin Andrés Ólafsson (f. um 1748) og Guðrún Pétursdótt-
ir (f. um 1746), sem eru í þríbýli á Féeggstöðum í Myrkársókn 1816.
Nafn Markúsar hefi ég ekki fundið í manntalinu 1816, en hann
mun vera fæddur um 1789.