Húnavaka - 01.05.1977, Page 87
HÚ NAVAKA
85
Markús kvæntist 1821 Solveigu Halldórsdóttur á Ytri-Langamýri,
og þar bjuggu þau lijón í þríbýli 1821 — 18.80, en fluttu þá vestur
að Lækjamóti í Víðidal. Meðal barna þeirra voru:
1. Ingibjörg húsfreyja í Asi í Vatnsdal kona Guðmundar Jónas-
sonar bónda þar 1879—1905. Hún „var merkiskona mikil, stór-
greind, glaðlynd og góðsöm, höfðingi í skapi og mannkosta
kona“ (M. B.). Dóttir þeirra Ashjóna var Sigurlaug kona Guð-
mundar Olafssonar alþm. í Asi.
2. Daniel Markússon. Hann kvæntist Sigríði Olafsdóttur frá
\7atnsenda, dóttur Skáld-Rósu. Þau skildu eftir fremur skamma
sambúð. Áttu eitthvað af börnum. Daniel átti börn með öðrum
kon um:
a. Daniel Danielsson ljósmyndari og síðar dyraviirður í Stjórn-
arráðinu. Móðir: Kristveig Guðmundsdóttir á Kollafossi
Þorsteinssonar.
b. Solveig Danielsdóttir seinni kona Sigfúsar Eymundssonar
bóksala.
c. Ingibjörg Danielsdóttir, f. 20. okt. 1860 á Hörghóli í Vestur-
hópi. Móðir hennar hét Rósa Jónsdóttir. Ingibjörg var kona
fríð sýnum og vel gefin. Hún tók við húsmóðurstörfum á
Stóra-Búrfelli hjá Þorleifi bónda Erlendssyni, þegar hann
missti konu sína, 5. júlí 1882, Ósk Jónsdóttur frá Stóradal.
Höfðu þeim hjónum á 10 ára sambúðartíma fæðst 7 börn,
en flest þeirra létust í bernsku. Börn Þorleifs og Ingibjargar
voru einnig sjö. Tvö þeirra létust í bernsku, en fimm náðu
fullorðins aldri:
Jónína Sigurlaug, f. 7. júní 1887, giftist Jóni Guðmunds-
syni á Geithóli í Hrútafirði.
Erlendur, f. 18. nóv. 1889, bóndi á Stóra-Búrfelli, ókv. og
barnl.
Ingibjörg, f. 11. okt. 1891. Giftist Páli H. Jónssyni. Bjuggu
á F.iðsstöðum, Sólheimum og síðast í Hamrakoti, en fluttu
þaðan til Blönduóss, þar senr Páll stundaði verkamanna-
vinnu.
Daniel Asgeir, f. 11. maí 1898, bóndi á Stóra-Búrfelli. Sam-
búðarkona hans: Jóna Rannveig, f. 29. júlí 1894 Eyþórs-
dóttir bónda í Mýrasýslu og síðar verkamanns í Borgarnesi
og Reykjavík og konu hans Jónínu Jónsdóttur.