Húnavaka - 01.05.1977, Page 88
86
HÚNAVAKA
Guðbjörg Ragnheiður, f. 4. okt. 1908, giftist Hannesi Ein-
arssyni fasteignasala í Reykjavík.
13. Sölvi Sveinsson, Syðri-Langamýri.
Sveigir spanga á Syðri-Langamýri
Sölvi byggir Sveinskundur,
sá er hygginn prófaður.
(sveigir spanga: maður).
Á Hólastólsjarðauppboðinu 1802 komst Syðri-Langamýri í einka-
eign. Það var jró ekki ábúandi þeirrar jarðar, öldungurinn Jessi
Þórðarson, sem hreppti jörðina, heldur utansveitarmaðurinn Sveinn
Sveinsson á Strjúgsstöðum. Varð jörð Jressi nokkuð dýrari en Ytri-
Langamýri, eða 361 rd., enda mun sú jörð hafa verið talin betra
býli. Sveinn Sveinsson er talinn húsmaður á Strjúgsstöðum við
manntalið 1801, en ábúandi á allri jörðinni er talinn Ketill Eyjólfs-
son faðir Natans læknis og þeirra systkina. Ketill lézt fyrri hluta árs
1802 og mun Sveinn hafa verið búinn að fá ábúð á Strjúgsstöðum,
þegar hann eignaðist Syðri-Langamýri. Vorið 1806 flytur Sveinn
svo búferlum að Syðri-Langamýri og býr þar til æviloka 26. júní
1827.
Foreldrar Sveins á Syðri-Langamýri voru Sveinn Sveinsson (d.
1784) og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Spákonufelli Guðmunds-
sonar, er bjuggu síðast í Háagerði á Skagaströnd. Ætt Sveins þessa
er ókunn. Sjá um jretta efni þáttinn um Bjarna á Strjúgi í bók
Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli: „Mannaferðir og fornar slóð-
ir“, en þar gerir Magnús grein fyrir hvernig ruglað hefir verið sam-
an niðjum þeirra systra frá Spákonufelli, Ingibjargar konu Sveins
Jónssonar á Hólabaki og Sigríðar konu Sveins Sveinssonar, er síðast
bjó í Háagerði. Menn þeirra systra báru báðir Sveinsnafn, annar var
Jónsson, en hinn var Sveinsson. Framætt Sveins á Syðri-Langamýri
er því rangt rakin í Ættum Skagfirðinga (P. Z. nr. 113).
Kona Sveins á Syðri-Langamýri var Sigurlaug Sigurðardóttir á
Þangskála (Barna-) Gunnarssonar. Hún var fædd um 1765 á Sævar-
landi og dáin 23. ág. 1821 á Syðri-Langamýri. Börn þeirra, sem urðu
fulltíða, voru tveir synir: Stefán bóndi á Ytri-Langamýri, sem við