Húnavaka - 01.05.1977, Page 89
H ÍJ NAVAKA
87
höfum áður gert grein fyrir og Sölvi bóndi á Syðri-Langamýri, sem
hér segir frá. Sölvi er fæddur um 1795 á Sævarlandi í Skagafirði og
dáinn f). marz 1855 á Syðri-I.angamýri.
Sölvi Sveinsson ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Strjúgsstöðum
og svo á Syðri-Langamýri. Rúmlega tvítugur kvæntist Sölvi Helgu
Halldórsdóttur systur Olafar, er varð kona Stefáns á Ytri-Langa-
mýri. Helga er fædd 12. apr. 1802. Þau bjuggu fyrst á Kárastöðum
í Hegranesi og þar er elzta barn þeirra fætt, en vorið 1826 fluttu
þau búferlum frá Kárastöðum að Syðri-Langamýri og bjuggu þar
til æviloka Sölva 1855. Helga lézt 13. júlí 1858 á Syðri-Langamýri.
„Sölvi Sveinsson var búhöldur mikill, hagmæltur og vel gefinn.
Hann átti gott bú og marga sauði. Bæinn á Syðri-Langainýri byggði
hann upp og var hann mjög stór. Efnið mest rekaviður sóttur á
Strandir: Þrjú voru baðstofuhúsin og stór stofa með lofti yfir fremst
í syðstu bæjarröðinni, og var hún öll klædd með harðvið og loftið
einnig“. (Bréf frá Mögnu Magnúsdóttur). Almenn sögn var það í
Svínavatnshreppi að séra Sveinn Níelsson hafi verið yfirsmiðurinn
við byggingu Löngumýrarbæjarins, en hann var prestur í Blöndu-
dalshólum 1835—43, og presturinn var „smiður góður“ segir í Isl.
æviskrám.
Af kveðskap Sölva hefir fátt geymst. Ég hefi þó undir höndum
langt ljóðabréf eftir hann ort 1853 fyrir Ingiríði Pálmadóttur í Sól-
heimum til frænku hennar Guðrúnar Þorleifsdóttur frá Stóradal,
sem var gift Halldóri bónda í Geldingaholti Magnússyni prests í
Glaumbæ Magnússonar. Ljóðabréf þetta er það langt, að ég sé mér
ekki fært að taka það upp í þennan þátt. En hér koma tvær vísur
eftir Sölva, sem hann kvað til Gróu dóttur sinnar og ömmu Mögnu
frá Syðri-Langamýri:
Aldrei fyrtu aumingjann,
íklæð skyrtu hjúið.
Gjarnan virtu góðan mann,
gætin hirtu búið.
Gróa saumar nógu nett,
nýtt er auma spjörin.
Nálatauma semur sett,
sólarstauma viirin.