Húnavaka - 01.05.1977, Page 90
88
HÚNAVAKA
Börn Sölva og Helgu voru þessi:
1. Sölvi Sölvason, fæddur á Kárastöðum í Hegranesi, dáinn í
Vesturlieimi 1903. Átti frænku sína Solveigu Stefánsdóttur frá
Ytri-Langamýri og með henni 9 bcirn: Solveig lézt 1870 og bjó
Sölvi eftir það með ráðskonu, Soffíu Eyjólfsdóttur. Sölvi bjó
á Ytri-Langamýri og Rútsstöðum, en flutti 1876 til Vesturheims
ásamt ráðskonunni og 8 hjónabandsbörnum. Eftir hér lieima
varð einungis eitt, Helga, sem giftist Ólafi Gíslasyni frá Eyvind-
arstöðum. Bjuggu þau á Eiríksstöðum. Sölvi Sölvason var ágæt-
ur hagyrðingur. Svo var og um afkomendur Helgu Sölvadóttur.
Sonur hennar var Gísli skáld Ólafsson frá Eiriksstöðum, en
dótturbörn Þórhildur Sveinsdóttir skáld í Reykja\ ík og bróðir
hennar Torfi fyrrverandi bóndi á Hóli í Svartárdal, sem einnig
er ágætlega hagmæltur. Kunnust af börnum Sölva, senr fóru
með honum vestur er Ólöf „dvergur“ og vísast þar til ritsins:
„Þáttur af Ólöfu Sölvadóttur“, eftir Sigurð Nordal (Rvík 1945).
2. Sigurlaug Sölvadóttir, f. 30. ág. 1827, d. 2. febr. 1828.
3. Sigurður Sölvason, f. 10. júlí 18.31, d. í Vesturheimi 1915.
Kvæntur Rut Ingibjörgu Magnúsdóttur bónda síðast á Steiná
Andréssonar og konu hans Rannveigar Guðmundsdóttur.
Fluttu til Vesturheims. Barnlaus, en kjörbarn Sigurður (Sölva-
son) f. 8. apr. 1889 í Pemmbina N. D. Sigurður bjó 2 ár (1875—
77) í Hvammi í Svartárdal áður en hann flutti vestur.
4. Gróa Sölvadóttir, f. 9. marz 1833, d. 28. apr. 1879. Maður henn-
ar var Arnljótur Guðmundsson frá Guðlaugsstöðum, d. 12.
nóv. 1893. Þau og niðjar þeirra bjuggu á Syðri-Langamýri til
1947, er Sigurður Magnússon og systur hans, Magnea og María,
dótturbörn Gróu, brugðu þar búi og fluttu til Reykjavíkur.
14. Björn Þorvaldsson, Höllustöðum.
Höllustaða hygg eg þaðan vitja,
Þorvaldsknndur Bjcirn þar býr,
þar til fundinn þeigi rýr.
(þeigi: ekki).