Húnavaka - 01.05.1977, Síða 91
HÚNAV.4KA
8!)
Höllustaðir eru tiltölulega ungt býli, sem var byggt í stekkjarstæði
irá Guðlaugsstciðum um 1650. Upprunalega áttu því Guðlaugsstaðir
land norður að merkjum Syðri-Langamýrar. Löngu fyrr eða um
1350 eignaðist kirkjan í Blöndudalshólum skák norðan af Guðlaugs-
staðalandi, hinn svokallaðan Hólareit. Fylgdi ltann Blöndudals-
hólum í fimrn aldir, eða til 5. júní 1858, en þá voru liöfð makaskipti
á Hólareit og 5 hundruðum í jörðinni Syðra-Tungukoti (nú Brúar-
hlíð), en öll sú jörð var þá metin á 12 hundruð. Að samningnum
stóðu: Prestur staðarins, Þorlákur Stefánsson, ,,með leyfi stiftsyfir-
valda“ og Jón Halldórsson eigandi og ábúandi Höllustaða. Um-
merki Reitsins telur skiptagjörningurinn þessi: Að sunnan svoköll-
uð Nóngróf eða Hólgróf og úr henni beina stefnu í torfvörðu á Bark-
arási og þaðan á háls upp. Að norðan ræður Selskurður. Það nafn
þekkist nú ekki, en hér hlýtur að vera átt við skurðinn á merkjum
Hiillustaða og Syðri-Langamýrar.
Um 1830 er uppi húsmennskubýli í Hólareit, sem nefndist Hóla-
borg. Kemur það býli við sögu Björns Þorvaldssonar, og því er þessi
formáli hafður við æviskrá hans.
Björn Þorvaldsson er fæddur á Kirkjuskarði á Laxárdal um 1794
ogdáinn á Draghálsi í Borgarfirði 31. maí 1866. Foreldrar hans hétu
Þorvaldur Björnsson og Sigríður Jónsdóttir. Ætt Jreirra er ókunn.
Þeirra verður beggja fyrst vart í Svínavatnshreppi. Þorvaldur er
vinnumaður á Höllustöðum 1785, þegar fyrsta sóknarmannatalið
var tekið, sem til er úr Auðkúluprestakalli. Þorvaldur og Sigríður
munu bæði hafa átt heirna í Svínavatnshreppi 1792, því að þá eru
þau gefin þar samna í hjónaband (5. ágúst). Vorið eftir reisa þau
hjón bú á Kirkjuskarði á Laxárdal og búa þar fram yfir aldamótin,
en flytja búferlum að Hvammi í Langadal 1804. Við manntalið 1801
eru Jrrjú börn Jreirra hjóna í foreldrahúsum: Anna 8 ára, Björn 7
ára og Jón 3 ára, en 1816 mun heimilisfaðirinn vera látinn og fjöl-
skyldan tvístruð. Anna er þá vinnukona á Gunnsteinsstöðum og Jón
vinnupiltur á Fremstagili og Björn vinnumaður á Holtastiiðum
(1817). Skömmu síðar verður Sigríðar og tveggja barna hennar,
Onnu og Björns, vart fram í Blöndudal. Bjiirn býr á Þriim árin
1822—24, en flytur þá í húsmennsku að Hólaborg. Mun ekki hafa
verið þar nema í eitt ár, en þær mæðgurnar, Sigríður og Anna mikið
lengur. Anna giftist þaðan 5. sept. 1833 Jóni Halldórssyni bónda á
Höllustöðum. Anna var fyrri kona hans. Hún lézt 21. júlí 1843.