Húnavaka - 01.05.1977, Page 92
!)()
HÍJNAVAKA
Sigríður Jónsdóttir varð kona gömul. Hún lézt hjá Birni syni sínum
í Gafli í Svínadal 4. jan. 1843, þá talin 78 ára.
Björn kvongaðist nú bóndadóttur á Höllustöðum, systur mágs
síns, Jóns Halldórssonar. Eftir það er ferill Björns þessi: Bóndi
á Höllustöðum 1825—36, Gafli í Svínadal 1836—44, flutti þá bú-
ferlum suður til Borgarfjarðar og bjó á Draghálsi í Svínadal frá 1844
og til æviloka, 1866.
„Fyrir norðan átti Björn í nokkrum útistöðum og lét ekki hlut
sinn, þó við stórbokka væri að etja. Á Draghálsi bjó hann stór-
mannlega, byggði all stóran bæ og bætti jörð sína.“ (Borgf. ævisk.).
Dragháls keypti Björn 1863 á 1000 ríkisdali.
Björn var tvíkvæntur. Fyrri konan (g. 20. jan. 1825) var Rósa,
f. 9. okt. 1805, d. 19. apr. 1863, Halldórsdóttir bónda á Höllustöðum
(áður í Köldukinn) og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Áttu 10
börn. Þau sem ekki dóu í bernsku staðfestust í Borgarfirði. Hér
skulu nefnd þrjú:
1. Ingibjörg, f. 18. ág. 1829 hfr. Litla-Lambhaga, gift Sigurði
Jónssyni.
2. Eygerður, f. 31. ág. 1839, hfr. á Glannastöðum, gift Helga
Hanssyni.
3. Þorvaldur bóndi í Stóra-Lambhaga.
Seinni kona Björns var (g. 5. des. 1863) Ragnheiður, f. 10. okt.
1831, d. 19. apr. 1911 Ólafsdóttir á Torfalæk Ingimundarsonar og
Ástríðar Halldórsdóttur prófasts Ámundarsonar, en var af öllum
almenningi talin dóttir Björns Ólafssonar frá Valadal (Torfalækjar-
mál). Barn þeirra var Ástríður húsfreyja á Stálpastöðum.
Áður en Björn kvæntist átti hann börn með tveim konum: Guð-
björgu, f. 4. jan. 1817 á Sneis. Móðir hennar hét Solveig (f. um 1777)
Jónsdóttir. Um þær mæðgur er ekkert kunnugt. Hitt barn Björns
hét Jóhannes, f. um 1820. Ókunnugt um móður. Hann mun hafa
alizt upp hjá Sigríði ömmu sinni í Hólaborg og þaðan var hann
fermdur 1836. Bjó um tíma á Tyrfingsstöðum í Borgarfirði. (Borgf.
æviskr.).