Húnavaka - 01.05.1977, Page 93
HÚNAVAKA
!)]
15. Arnljótur Illugason, Guðlaugsstöðum:
Y'itur klótaver, Arnljótur byggir
Guðlaugsstaði gæddur fé
greiðamaður nafnfræge.
(klót: hnúður á sverðshjalti, ver klóta: maður).
Guðlaugsstaðir munu vera elzta ættarjörð í Austur-Húnavatns-
sýslu. Ættfaðir þeirra Guðlaugsstaðamanna, Björn Þorleifsson lög-
sagnari hóf þar búskap um 1680. Núverandi eigandi og ábúandi
jarðarinnar, Guðmundur Pálsson er sjöundi maður frá Birni Þor-
leifssyni. Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, sem kominn var af Birni
lögsagnara í beinan karllegg, hefir skrifað um hann í síðustu bók
sinni Feðraspor og fjörusprek (Ak. 1966). Gerir Magnús þar ítar-
lega grein fyrir þessum forföður sínum og ætt hans.
Arnljótur Illugason á Guðlaugsstöðum var þriðji maður frá Birni
Þorleifssyni. Móðir hans, Solveig Olafsdóttir, var sonardóttir Björns
á Guðlaugsstöðum. Um Olaf er fátt kunnugt. Engin vissa um bú-
staði og kvonfang. Ættfræðingar kenna hann við Svínavatn, en ég
efa að hann hafi búið þar. Hitt tel ég ekki ólíklegt, að Solveig Ólafs-
dóttir hafi alizt upp á Svínavatni hjá föðursystur sinni Steinunni
Björnsdóttur, sem var gift bóndanum þar Ólafi Tumasyni og það
orðið til þess, að Ólafur Björnsson var kenndur við Svínavatn. Hér
verður ekki rætt um þetta frekar, en lesendum bent á eftirmála
minn við fyrrnefnda grein í Feðrasporum og fjörusprekum.
Solveig Ólafsdóttir er fædd um 1720. Hún átti a. m. k. einn bróð-
ur, Björn Olafsson. Hann mun hafa búið norður í Skagafirði. Sonur
hans, Björn Björnsson, fæddur á Hóli í Sæmundarhlíð um 1780,
flutti hingað vestur og bjó 1816 á Orrastöðum. Hjá þessum syni
sínum lézt Björn Ólafsson 18. febr. 1816, ekkjumaður 89 ára. Sol-
veig Ólafsdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar var Arnljótur sterki
Jónsson lögréttumanns á Öxnakeldu Ólafssonar og seinni konu
hans Elínar Arnljótsdóttur frá Sveinsstöðum í Neshreppi Þórðar-
sonar. Þau Solveig og Arnljótur hófu búskap í Litladal 1751, kirkju-
jörð frá Auðkúlu, en maddaman á staðnum, Helga Jónsdóttir kona
séra Hannesar Sigurðssonar, var hálfsystir (samfeðra) Arnljóts. Helga
átti síðar séra Asmund Pálsson bróður Bjarna landlæknis. Albróðir
Helgu var Böðvar sýslumaður í Y^estmannaeyjum. Skömm var sam-