Húnavaka - 01.05.1977, Side 94
92
HDNAVAKA
húð þeirra Litladalshjóna. Solveig varð ekkja á öðru búskaparári
þeirra. Sagnir herma að Arnljótur hafi orðið bráðkvaddur við
slátt á túninu á Auðkúlu. Sú kvöð hvíldi á bóndanum í Litladal að
slá ákveðinn völl í Auðkúlutúni, binn svokallaða Litladalsvöll.
Þetta var þriggja daga völlur. Munnmæli telja að Arnljótur hafi ekki
þolað frýjunarorð prestsins og lagt of mikið að sér. Arnljótur stóð
við slátt, þegar gengið var til náða á Auðkúlu að kveldi fyrsta sláttu-
dagsins en var látinn í teignum, þegar komið var ofan að morgni.
Segir sagan að þá hafi ekki verið eftir nema nokkrar þúfur af vell-
inum.
Solveig bjó ekkja í Litladal, þar ti! hún giftist Illuga Jannes-
syni. Eina dóttur átti Solveig með Arnljóti. Hét hún F.lín, f. um
1751 og giftist Arna Sigurðssyni á Gunnsteinsstöðum. Atti hún með
honum tvo sonu: Pál (f. um 1777) bónda á Syðri-Þverá í Vestur-
hópi og var Páll Leví á Heggsstöðum dóttursonur hans. Hinn son-
urinn var Arnljótur (f. um 1779) hreppstjóri á Gunnsteinsstöðum
faðir Elínar, sem síðar varð búsfreyja á Guðlaugsstöðum.
Pétur Zophoníasson telur í Ættum Skagfirðinga (nr. 131) að 111-
ugi hafi verið sonur Jannesar Bjarnasonar bónda í Hvammkoti í
Vatnsdal 1734—53. Að öðru leyti er ætt hans ókunn. Húnvetninga-
saga getur ekki ættar Illuga, en kemst Jrannig að orði, að hann hafi
verið ættaður að vestan. Jannesar-nafnið bendir til Jannesar Brands-
sonar, sem var stórbóndi í Hvammi í Vatnsdal um miðja 17. öld, en
hvort Jrar sé um skyldleika eða tengdir að ræða er ekki vitað. Illugi
Jannesson hóf búskap í Haga í Þingi 1754. Flytur síðan upp að
Litladal, kvænist ekkjunni Solveigu Ólafsdóttur og tekur Jrar við
búi 1758. Þau hjón flytja búferlum að Ljótshólum sandfellisvorið
1766 og Jraðan loks að Guðlaugsstöðum 1786. Var nú Solveig komin
heim á ættaróðalið, en nýr karlleggur tekur við. Yfirgefum nú hjón-
in í bili.
Þegar Björn Þorleifsson lézt 1728 tekur við búi á Guðlaugsstöðum
Guðmundur sonur hans, sem fékk kenningarnafnið „hinn gamli“.
Hann bjó góðu búi á Guðlaugsstöðum til æviloka. Arið 1767 er
dánarbú Guðmundar talið fyrir tíundum á Guðlaugsstöðum. Guð-
mundur er fæddur um 1686. Hann ólst að nokkru leyti upp hjá
föðurbróður sínum Jóni yngra Þorleifssyni lögréttumanni á Hrauni
í Öxnadal, og Jrar er hann við manntalið 1703. Sýslumannaævir
segja að Guðmundur hafi átt launbörn, en geta ekki um kvonfang,