Húnavaka - 01.05.1977, Síða 95
HÚNAVAKA
93
en það er öruggt að hann var kvæntur og átti börn í hjónabandi.
Okunnugt er um nafn konunnar, en hún var jafn gömul manni sín-
um. Börn þeirra liafa sennilega verið þrjú, tveir synir, jannes og Jón
og ein dóttir, sem sennilega hefir verið gift Sveini Péturssyni, sem
býr í þríbýli á Guðlaugsstöðum 1774—85. Þeir bræður og Sveinn
Pétursson búa að mestn samtímis á Guðlaugsstöðunr árin 1768—84.
Hcifðu þeir allir lítil bú. Var búskapur á Guðlaugsstöðum frá sand-
felli 1766 og fram yfir Móðuharðindi með minni reisn en verið hefir
í búskapartíð þessarar ættar á Guðlaugsstöðum. En hverfum nú aft-
ur til Solveigar og Illuga.
Þeim Solveigu og Illuga búnaðist vel. Þau komust fljótlega í betri
bænda rcið og héldu jafnan líkum bústofni, þrátt fyrir örðugt ár-
ferði. Illugi gegndi lengi hreppstjctrastörfum í Svínavatnshreppi og
var ínjcig vel látinn í starfi. Sciknarprestur hans gefur honum svo-
felldan vitnisburð: ,,Les, skrifar, stjórnsamur, þrifinn, skýr, gætinn,
söngvinn.“ Fer ekki hjá því, að Illugi hefir verið góður búþegn og
mikilhæfur. Illugi var fæddur um 1724 og dáinn 20. júlí 1788. Sol-
veig bjc') ekkja á Guðlaugsstöðum til dánardægurs 11. febr. 1792, og
fær þá í kirkjubcikinni vitnisburðinn: ,,Forstandug“. Auk Arnljóts
voru bcirn þeirra hjóna: Guðmundur, f. um 1760. Hann er í for-
eldrahúsum við sóknarmannatal 1785, en er dáinn fyrir manntal
1801 og Þrúður á Gunnfríðarstöðum, — sjá æviskrá hennar.
Arnljótur Illugason er fæddur í Litladal um 1759 og dáinn á Guð-
laugsstöðum 15. maí 1834. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og
tekur við búi á Guðlaugsstöðum 1792 við andlát móður sinnar og
býr þar til dánardægurs. Arnljótur fær svofelldan vitnisburð í
Brandsstaðaannál :„Talinn einhver djúphyggnasti maður. Var lengi
hreppstjóri og fremstur þeirra, er samtíða voru og síðan þá nýja
hreppstjórnin byrjaði 1810, valinn fyrir Svínavatnshrepp, farsæll
búmaður, ráðhollur og vinfastur, í miklu agti af yfirboðnum og
undirgefnum". Arnljótur fær hér virðulegan vitnisburð hjá fræði-
manninum Birni á Brandsstöðum, enda hníga öll rök að því, að
hann var afbragðsmaður. Arnljótur kvæntist 7. maí 1799 stórbónda-
dóttur úr Vatnsdal, Rannveigu Jónsdóttur frá Hvammi og fékk
með henni töluverð efni. Rannveig var fædd í Hvamrni um 1776 og
dáin á Guðlaugsstöðum 17. okt. 1838. Faðir hennar var Jón Páls-