Húnavaka - 01.05.1977, Page 96
HÚNAVAKA
94
son hreppstjóri í Hvammi, sonarsonur Halldórs Jónssonar bónda á
Stóru-Giljá 1703. Dóttir Halldórs á Giljá var og Guðrún móðir
Halldórs á Mosfelli, en sonarsonur hans var Jón Sveinsson hrepp-
stjóri í Sauðanesi. Móðir Rannveigar frá Hvammi var Steinvör Jóns-
dóttir prests í Enni á Höfðaströnd Jónssonar. Steinvör var seinni
kona Jóns Pálssonar. Hann hafði áður átt Ingibjörgu Hafsteinsdótt-
ur frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Átti hann börn með báðum, og eru
merkar ættir frá Jóni Pálssyni í Hvammi. Hér verður það ekki
rakið, en aðeins nafngreind þrjú alsystkini Rannveigar:
1. Kristín Jónsdóttir (frá Hvannni) átti Skúla Þórðarson stúdent
og bónda á Stóru-Borg.
2. Málmfríður Jónsdóttir (frá Hvammi) átti Sigurð Þórarinsson
bónda í Valdarási.
3. Jón Jónsson (frá Hvannni) afi Guðrúnar Jónsdóttur konu
Páls Ólafssonar hreppstjóra á Akri.
Arnljótur á Guðlaugsstöðum og Rannveig kona hans áttu ein-
ungis tvö börn, son og dóttur. Dóttirin, Ingibjörg, f. 21. ág. 1808
giftist Einari Hannessyni frá Tindum Hannessonar (fyrri kona hans).
Þau bjuggu á Brún í Svartárdal. Ingibjörg varð skammlíf. Þau hjón
áttu ekki biirn, sem lifðu. Guðmundur Arnljótsson bróðir Ingibjarg-
ar, fæddur 13. maí 1802, tók við búi á Guðlaugsstöðum að föður
sínum látnum. Hann varð hinn mesti merkismaður. Hann átti
frænku sína Elínu Arnljótsdóttur frá Gunnsteinsstöðum og með
henni 10 börn og 1 átti hann áður en hann kvæntist. Var jrað Jó-
hannes hreppstjóri á Gunnsteinsstöðum. Af hjónabandsbörnunum
dóu tvö í æsku og elzta barnið, Rannveig, dó ógift og barnlaus í
föðurgarði tæplega fimmtug. Þá verða hér að lokum talin hin sjö
barnanna, sem giftust og eignuðust niðja:
1. Ingibjörg, f. 18. apr. 1832, g. Sigurði Jónssyni b. á Eldjáms-
stöðum.
2. Guðrún, f. 14. nóv. 1834, g. Ólafi Ólafssyni b. á Guðrúnar-
stöðum.
3. Arnljótur, f. 2. febr. 1836, b. á Syðri-Langamýri, kv. Gróu
Sölvadóttur.