Húnavaka - 01.05.1977, Page 100
98
HÚNAVAKA
að bjóða Vökukonum í heimsókn og skyldum við skrifa hvort við
hefðum áhuga. Það varð úr að 22. ágúst lögðu 15 Vökukonur og 5
eiginmenn af stað með flugvél til Færeyja.
Fljótt kom í ljós að hópurinn var samstilltur, kátína og ánægja
ríkti. Veður var eins og best varð á kosið, bjart og hlýtt. Við hrif-
umst af fegurð og tign eyjanna strax og Tindhólmur og Mykines
blöstu við. Skal þess getið að góða veðrið hélst til síðasta dags og
átti sinn þátt í vel heppnaðri ferð. Oft er þoka á eyjunum sem haml-
ar fiugferðum og svo auðvitað útsýni ferðamanna.
Urn leið og við stigum út úr flugstöðinni á Vogey fögnuðu okkur
konur úr móttökunefnd. Síðan var ekið af stað og farið með ferju
til Vestmanna á Straumey.
I Kvívík litlu þorpi á Straumey var stansað og skoðuðum við forn-
leifauppgrcift frá víkingaöld, einnig kirkjuna. Þorpið virtist mann-
laust, en í ljós kont að allir voru við skólavígslu. Biskupinn, sem þar
var einnig, kom og heilsaði okkur.
A leiðinni frá flugvellinum til Þórshafnar gaf að líta ágæta þver-
sneið af þeirri byggingarlist sem einkennir eyjarnar. Lítið þorp,
húsin standa þétt saman, sums staðar aðeins tröppurnar á milli
liúsa. Nær hvergi sést einn stakur bær. Húsin eru fremur lítil, falleg
og hlýleg, oft svört eða rauðmáluð, með hvítum gluggum og oft með
torfþökum. Snyrtimennskan er augljós, allt hreint, húsin vel máluð
og víða mátti sjá hekluð gluggatjöld. Víða gat að líta haglega lilaðna
steinkofa, geymsluhús og eru þeir í mínum huga einkennandi fyrir
hin smáu byggðarlög.
Er til Þórshafnar kom var okkur ekið til gestgjafa okkar, en við
bjuggum á heimilum kvenfélagskvenna. Við hjónin vorum hjá ákaf-
lega góðum gestgjöfum, þau heita Jona og Napoleon Cristiansen og
er hann grafari í Þórshöfn. Heimili þeirra var fallegt og myndarlegt
og gestrisnin frábær. Þá sömu sögu höfðu reyndar allir að segja af
sínum gestgjöfum.
Fyrsta kvöldið hittist hópurinn ásamt færeyskum kvenfélagskon-
um í Mettustovu. Húsið, sem er í elsta bæjarhlutanum í Þórshöfn,
er byggt 1719, lítið, fallegt, rammfæreyskt hús, sem Kvinnufélagið
keypti til varðveislu. Þangað var notalegt að koma, drukkið kaffi,
spjallað, sungið og skipst á kveðjum. Þá var okkur afhent dagskrá
vikunnar, sem bar með sér að ýmislegt var okkur ætlað að sjá og
mörg heimboð biðu okkar. Of langt mál væri að rekja ferðasöguna