Húnavaka - 01.05.1977, Page 105
HÚNAVAKA
103
gafst okkur kostur á að bjóða gestgjöfum okkar í leikhúsið, sem
l lestir höfðu mikla ánægju af.
Síðasta kvöldið liélt Kvinnufélagið okkur mikla veislu á Hafnia
hótelinu og var þar fjöldi fólks. Margir voru í þjóðbúningum. Dáð-
umst við að færeysku búningunum, sem eru mjög þjóðlegir og fall-
egir. Ymislegt var til gamans gert þetta kvöld; ræðuhöld, söngur og
Ijóðalestur. Gamansamt ljóð hafði verið ort í tilefni þessarar heim-
sóknar og fjallaði um ýmis orð sem hafa mismunandi merkingu
eftir Jrví hvort sögð eru á færeysku eða íslensku. Gerði Jrað mikla
lukku þegar karlmennirnir sem með okkur voru afhentu Kvinnu-
félaginu að gjöf áletrað kökukefli, með fléttuðum snærishönkum.
Fylgdi það með að keflið skyldi hengt upp í Mettustovu og vera
Jrar til reiðu ef karlar gerðu aðsúg að Jreim. Ekki töldu konurnar
að til slíkra nota kæmi þar sem karlar kæmu aldrei í Mettustovu. En
karlarnir okkar fimm kváðust vera búnir að gefa fordæmi, svo að
allur væri varinn góður. Að skilnaði afhentu þeir móttökunefnd-
inni blóm sem þakklætisvott fyrir okkar hönd. — Engin vandkvæði
virtust vera á því að íslendingar og færeyingar skildu hverjir aðra,
og notaði hver sitt mál að jafnaði, að minnsta kosti er á leið, annars
dönsku.
Þótt ég hafi reynt að draga upp nokkra mynd af því sem fyrir
augu bar, og gert var fyrir okkur, er það aðeins lítið brot af því sem
við nutum í ferðinni. Hún verður okkur öllum minnisstæð. Við
munum seint gleyma framúrskarandi gestrisni færeyinga og hversu
óþreytandi þeir voru að gera dvölina sem ánægjulegasta. Eigum við
þeim mikið að þakka. Enda vonum við að okkur auðnist að endur-
gjalda boðið með því að taka á móti færeyskum konum hér. Einhver
hafði orð á því að okkur væri vandi á höndum því að hvorki hefð-
um við ríkisstjórn né borgarstjóra á Blönduósi. Þá sagði einhver að
við hefðum sveitarstjórann okkar. Ég vil nota tækifærið og þakka
sveitarstjóranum Einari Þorlákssyni fyrir að hann lét okkur ókeypis
í té fána, veifur og bílmerki með Blönduósmerkinu og nokkur ein-
tök af Sveitarstjórnarmálum með afmælisgrein um Blönduós. Þessa
minjagripi afhenti Þorbjörg jafnan gestgjafa á hverjum stað, sem
við heimsóttum um leið og hún þakkaði móttökur.
Að lokum, er ég lít til baka og hugsa um hvað mér er minnisstæð-
ast úr ferðalaginu, held ég að það sé þrennt; fegurð eyjanna, alúð-
legt viðmót fólksins og málverk listamannsins Mikines.