Húnavaka - 01.05.1977, Síða 106
KRISTINN PÁLSSON, fílönduósi:
Skóli í St
einrtesi
Þegar rituð verður saga skólamála í Húnavatnssýslu r erður skóla-
liald í Steinnesi merkur þáttur þeirrar sögu.
Ekki hefi ég í höndum nein gögn um skólahald þetta, sem var
venjulega mánuðina janúar, febrúar og mars ár hvert. Það sem hér
er ritað eru minningar frá veru mirini þar veturinn 1942.
Fyrstu dagana í janúar komum \ ið að Steinnesi. Nemendur þenn-
an vetur voru:
Frá Blönduósi: Kristín Tómasdóttir, Bjarni Bjarnason og Jóhann
Baldurs; Guðmundur Sveinsson Bliindubakka, Grímur Lárusson
Grímstungu, Hálfdán Guðmundsson Auðunarstöðum, Bogi Guð-
mundsson Steinholti í Skagafirði, Þorsteinn Guðmundsson Kárs-
stöðum í Helgafellssveit og Kristinn Pálsson Hofi. Þeir Bogi og
Þorsteinn voru bræður og systursynir sr. Þorsteins B. Gíslasonar
prests í Steinnesi, sem var eini kennarinn við þennan skóla sinn.
Við piltarnir vorum vistaðir í tveim herbergjum á efri hæð, að
noklkru undir súð. I því herbergi, sem ég var i’, vorum við fimm í
fjórum rúmum. Bjarni og Grímur sváfu saman, Jóhann, Guðmund-
ur og ég vorum í sitt hvoru rúmi, undir glugganum var borð og
þvottaskál. Fatahengi var líka í herberginu, en ekki annað hús-
gaarna, nema tveir stólar.
í herbergi á móti voru þeir bræður Bogi og Þorsteinn. Þeir sváfu
saman. Þar voru einnig Hálfdán og Helgi Jónsson frá Sauðanesi,
sem var vetrarmaður í Steinnesi þennan vetur. Kristín svaf í her-
bergi niðri inn af skrifstofu prestsins.
Þær námsgreinar, sem prestur kenndi þennan vetur voru:
íslensk málfræði, íslenskur stíll, reikningur, danska og enska.
Kennslan fór fram í stofunni á prestsetrinu, þar var setið við
borðstofuborð hjónanna innan um falleg' og virðuleg húsgögn. í