Húnavaka - 01.05.1977, Qupperneq 107
HÚNAVAKA
105
íslensku og reikningi voru allir sameiginlega, en skipt var í tvo
hópa í dönsku og ensku, byrjendur og liina, sem lengra voru komn-
ir. Kennslan fór að mestu fram á tímabilinu frá kl. 9 á morgnana
til miðdegiskaffis kl. 3—4 að deginum. Seinni hluta dagsins áttum
við að nota til að læra fyrir næsta dag.
I Ikjallara var stórt og rúmgott eldhús, þar sem matseld fór fram
og allir nemendur mötuðust við sama borð og prestsh jónin. Þar var
oft skvaldur og hávaði, þegar 9 ungmenni tóku til matar síns, stund-
um eftir hressandi útivist. En allt fór það kurteislega fram undir
ljúfri, en þó myndugri stjórn þeirra prestshjóna. Prestsfrúin Ólína
Benediktsdóttir, sat ávallt til borðs við lilið bónda síns.
Eg minnist ýmissa gleðistunda, er við áttum í Steinnesi þennan
vetrarpart. A vetrarkvöldum þegar gott var veður, lékum við okkur
oft á svellum á túninu eða Kvíslinni. En Kvíslin er i' raun Vatns-
dalsá, sem rennur meðfram Steinnestúninu. Ekki höfðu nema tveir
af okkur skauta, þeir Bjarni og Jóhann, en liinir hlupu og renndu
sér, og reyndu að króa þá af og ná þeim. Það vildi ganga á ýmsum
enduim og fór mest eftir fimi skautamannanna og því hvað þeir
höfðu stórt svell til að renna sér á.
Þá var afar r insælt, þegar fór að vora, að fara í jakahlaup á Kvísl-
inni. Það var ekki alveg hættulaust, enda komum við stundum heim
rennblautir að neðan, úr þeim ferðum. Sannast að segja notuðum
við einkum tækifærið til slílkra svaðilfara, þegar prestur var að
heiman í embættiserindum.
Þegar ísinn var farinn af ánni fengum við stundum bátinn léðan.
Þetta var stór heyflutningabátur og þungur í vöfum. Við settum
það ekki fyrir okkur, en rerum honum langar leiðir eftir Kvíslinni,
fram að Hnausabrú 0? einnio- var vinsælt að róa út í hólma, kallað-
an Víðihólma. Hann er alþakinn víði meira en imannhæðarháum.
Sá hólmi er í ánni alllangt fyrir neðan Steinnes. Sá, sem stóð fyrir
þessum svalkferðum var Guðmundur frá Blöndubakka. Má segja
að snemma beygist krókurinn, því hann fór síðar til sjós og er nú
togaraskipstjóri á Akranesi. En ekki er mér grunlaust um að þau
prestshjón hafi litið þessar vatnaferðir óhýru auga bæði vegna tafa
við lærdóminn og ekki síður, að þau væru hrædd um að unglingarn-
ir færu sér að voða.
Á kvöldin spiluðum við oft, þegar tími var til og þá mest við
prestshjónin annaðhvort eða bæði. Þá var spiluð vist af miklu