Húnavaka - 01.05.1977, Side 109
HÚN AVAKA
107
En minnisstæðust frá veru minni eru þó kynni mín af sr. Þor-
steini og sú fræðsla, er hann miðlaði olkkur. Einnig sú mannlega
hlýja, er einkenndi öll hans störf og þó hann væri virðulegur og
stjórnsamur var hann einnig glettinn og gamansamur á góðri stund.
Seinna kynntist ég fleiri skólum og mörgum kennurum, en þau
kynni sannfærðu mig aðeins um það, hvað þau fræði, er ég nam
í Steinnesi voru góð undirstaða fyrir frekara nám. Gæfi sr. Þorsteinn
nemanda sínum meðmæli, þóttu þau gott veganesti inn í aðra skóla.
Próf tókum við seinustu dagana í mars. Þá var fenginn sem próf-
dómari annar virðulegur húnvetnskur prestur, sr. Björn Stefánsson
á Auðkúlu, sem þá var prófastur í Húnavatnssýslu.
Eg man að ekki voru allir uppplitsdjarfir, er þeir gengu um dyr
stofunnar í Steinnesi til fundar við þá klerka, sem sátu við borð-
stofuborðið, reiðubúnir að hrella ungar sálir.
En þótt prófið væri kvíðvænlegt lauk því eins og öðrum lífsins
þrautum. Við nemendurnir frá Steinnesi héldum þaðan að taka þátt
í prófum lífsins, sem halda áfram þar til yfir lýkur. Tveir úr hópn-
um munu nú látnir, þeir Bjarni Bjarnason og Bogi Guðmundsson.
Prófskírteini mitt er dagsett 31. mars, 1942. Það er það eina, sem
ég á áþreifanlegt eftir veru mína í Steinnesi þessa þrjá mánuði. En
miklu eru þó dýrmætari þær minningar, sem ég á um góða félaga,
góðan heimilisbrag og allt það fólk, sem ég Ikynntist þar.
Þorsteinn Björn Gíslason er fæddur 26. júni', 1897, í Forsæludal
í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson bóndi þar og
síðar í Sunnuhlíð og seinni kona hans Guðrún Sigurrós Magnús-
dóttir.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík (utan skóla) 1918. Guð-
fræðipróf frá Háskóla íslands 1922. Sóknarprestur í Þingeyraklaust-
ursprestakalli frá 1922 til 1967, jafnframt prófastur frá vori 1951.
Var öll þessi ár einnig bóndi í Steinnesi í Þingi. Hélt unglingaskóla
á heimili sínu 1934—1942, kenndi einnig unglingum undir skóla
fyrr og síðar. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og
sýslu. Ritaði greinar í tímarit og hugvekjur í hugvekjusöfn.
Kona hans er Ólína Soffía Benediktsdóttir, fædd 2. nóvember
1899, að Hrafnabjörgum í Svínadal. Foreldrar hennar voru Bene-
dikt Helgason bóndi þar og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Börn
þeirra hjóna eru:
Sigurlaug Ásgerður, fædd 3. april, 1923, nú í Reykjavík.