Húnavaka - 01.05.1977, Page 111
HALLDÓR JONSSON, Leysingjastöðum:
Skrifaé kringum Hvatastaði
Þegar forfeður vorir námu >hér land í öndverðu, var þeim vandi
mikill á höndum bæði að ákveða landnám sitt og bústaði, hvar velja
skyldi þeim stað. í fyrstu, meðan rúmt var um set, gátu menn valið
nálega að vild sinni, en er um Jrrengdist var mönnum oft vísað til
landa, sem óbyggð voru, eða þeir sem fyrr voru komnir og réðu yfir
víðlendi, gáfu eða seldu af gnægðum sínum.
Vafalítið hafa bólstaðir verið valdir með það fyrir augum að það-
an væri auðvelt að nýta landkosti þá, er fyrir hendi voru og nærtækt
væri vatnsból til heimilisnota. Ljóst er að fegurðarskyn hefir haft
sín áhrif og ýmsum hefir komið vel að glöggt sæist til mannaferða,
enda ófriðar oft von á þeim dögum. Má í þessu sambandi benda á
Jökulsstaði norðan í Tungumúla.
Svo segja sögur að fyrsta landnámsmanni Húnavatnsþings Ingi-
mundi Þorsteinssyni hafi verið vísað til landa og bústaðar og talið
forlög, en hafa má og í huga að hann var sagður friðsamur mjög og
joví síður þörf að víðsýnt væri frá bústað hans. En víst er hvammur-
inn, sem Hof stendur i, skjólsæll og hlýlegur, býður til búsetu.
Þótt Ingimundur væri hinn friðsamasti eftir að hann settist að
búi á Hofi hafði hann fyrr verið í víking og einnig barizt með Har-
aldi Lúfu í Hafurðsfirði, sem þar vann úrslitasigur yfir höldum og
fylkiskonungum Noregs, en eftir það stukku margir þeirra vestur
um liaf og til íslands. Var því sízt fyrir að synja að meðal þeirra
væru einhverjir, sem á þeim blóðsikuldardögum, vildu leita hefnda
á Vatnsdælagoðanum.
Ingimundur nam Vatnsdal allan til Urðarvatns (Hvammstjarnar)
og Helgavatns og skipaði skylduliði sínu bústaði um dalinn, önnur
landnám koma svo þar út frá.
Meðal förunauta Ingimundar voru tveir menn, sem Landnáma