Húnavaka - 01.05.1977, Side 112
] 10
H ÚNAVAKA
telur vini hans, en Vatnsdæla getur aðeins um nöfn þeirra og land-
nám. Ekki er gerð nein tilraun að rekja ættir þeirra og létu þó
sagnaritarar vorir ekki í lág liggja ef hægt var að komast í námnnda
við stórmenni eða garpa þótt ekki væru af konungakyni eða goð-
bornir. Þessir menn, Ásmundur og Hvati, hafa því sennilega verið
lítilla ætta, því meiri furðu vekja þá landnám þeirra.
Ásmundur nemur land frá Helgavatni um Þingeyrasveit, þ. e.
allan vesturhluta núverandi Sveinsstaðahrepps og að auki norðan
af Víðidal, sennilega til Dalsár. Bústaður hans er undir Gnúpi —
Ásmundarnúpi — þar sem nú eru rústir Miðhópssels. Það er vestan
Gljúfurár og ræður hún því ekki merkjum að vestan og þá Dalsá
líklegust.
Landnám Hvata nær milli Giljár og Mógilslækjar, en svo nefnist
í dag lækjarsitra, er rennur í Lindartjörn sunnan Hnausatjarnar.
Vart mun varlegt að fullyrða að þetta sé Mógilslætkur Vatnsdælu
bví landslag á þessum slóðum hefir turnast mjög af stórskriðum,
en á þessum slóðum hefir hann verið — kannske Hrygglækur — .
Þarna er um að ræða allan austurhluta núverandi Þings og senni-
lega vesturhluta Sauðadals, þar sem Giljá ræður merkjum.
Landnáma og Vatnsdæla segja að Hvati hafi reist sér bústað fyrir
norðurenda Vatnsdalsfjalls, að Hvatastöðum og er þá næst að athuga
hvar það gæti verið.
Norðvestur frá Axlarhyrnu er melkollur allstór, sem Húsamelur
nefnist, en snðaustur af honum eru fornar rústir og gæti þar verið
um að ræða bæði bæjar- og peningshús. Gætu þarna verið Hvata-
staðir hinir fornu? Varla er um annan stað að ræða norðan Vatns-
dalsfjalls, nema ef borið væri niður á Geitabóli.
Ef krufið er til mergjar, það sem hér hefir verið bent á, kemur
margt merkilegt í ljós. Bæði þessi umræddu landnám eru víðlendari
en flestra annarra fylgismanna Ingimundar. Lönd Ásmundar eru
án efa ein hin gagnauðugustu í Húnavatnsþingi bæði að miklu og
fjölbreyttu gæaslendi og hlunnindum. Lendur Hvata eru einnig
stórar og f jölgrösugar og varla afskiptar af hlunnindum, því að þær
liggja að vestanverðu til Vatnsdalsár, sem þá rennur austan núver-
andi Eylendis. Bæði eru býli þessi i' útjaðri þeirrar byggðar, sem
nánasta skyldulið héraðshöfðingjans skipar. Bæði eru þannig sett
að vel sér til mannaferða, frá Ásmundi vestan um hérað og frá
Hvata að austan. Bæði eru byggð drjúgan spöl frá fengsælurri fiski-