Húnavaka - 01.05.1977, Page 113
HÚNAVAKA
111
vötnum og engjum og bæði sæta þau sömu örlögum. Þau eru aflögð
og nýr staður valinn til búsetu, sem hentugri reynist vegna land-
kosta, engjar og veiði nærtæk, bærinn fær svo nafn eftir vatni því
er nærlendis liggur, Miðhóp.
Engum getum skal leitt aðbvenær tilfærsla þessi hefir átt sér stað.
en auðséð er af Heiðarvígasögu að á þeim tíma, sem hún gerist, er
búið undir Gnúpi.
Eðlilegt er að spyrja, hvert voru Hvatastaðir færðir? Verður hér
uppi höfð tilgáta um það.
Þegar íbúðarhús það, sem nú er í Brekku var byggt 1923, kom í
ljós, við gröft fyrir kjallara, eldstæði milkið — um 8 m langt. Grjótið
var mjög eldleikið og aska var þar einnig, sem álitin var viðar-aska.
Þótti auðsýnt að um forna mannabyggð væri að ræða.
Ekki var frekar um þetta skeytt, e. t. v. að nokkru vegna tóm-
lætis, en einnig sökum þess að á þeim dögum voru ekki kunnar þær
aðferðir við aldursgreiningar, sem nú blasa við.
Varla telst ólíklegt, hafi Hvatastaðir verið þar sem áður er bent
til, að þeir hafi síðar verið fluttir ofan fyrir brekkurnar, frá harðari
veðrum efra, nær engjum og veiði. Síðan hafi þeir dregið nafn sitt
af brekkunni ofan við bæinn.
Framanskráðar hugleiðingar stefna mjög að einum ósi. Voru
hinir ættlausu landnámsmenn, Ásmundur og Hvati, settir í hin víð-
lendu og gagnauðugu landnám sem útverðir og landvarnarmenn
goðans á Hofi? Áttu þeir að gera vart við hleypifloklka eða stöðva
þá? Allur var varinn góður á þeim tímum.
Spurningum sem þessari verður aldrei svarað, þær eru þess eðlis,
en margt er forvitnilegt í fornsögum vorum og þess virði að gætt
sé nánar að. Ósaknæmt ætti það að vera og gæti vakið umræður, að
minnsta kosti umhugsun.
Á Þorra 1977