Húnavaka - 01.05.1977, Page 116
BJÖRN BERGMANN:
Það fylgcli Konum ylur
Fyrir fáum áratugum bjó aldraður einsetumaður í Kálfshamars-
vík á Skaga, ekki mikill fyrir mann að sjá og stundum nefndur Jói
litli. Hanu hafði aldrei sóst eftir mannaforráðum af neinu tagi,
ekki heldur því ríkidæmi, sem í krónum er talið, og bjó í litlu
húsi byggðu úr torfi, grjóti og nokkrum viði. Hann átti lítinn bát
og reri til fiskjar þegar vel gaf á sjó, gat séð sjálfum sér farborða
og þótti vænt um þegar hann gat lagt öðrum lið. Það fylgdi honum
ylur hvar sem hann fór.
Jói hafði aldrei verið kvellisjúkur og þurfti lengst af ekkert til
lækna að sækja. En hrörnun sótti hann heirn og loks varð ekki hjá
því komist að hann legðist undir læknishendur, jrað þurfti að gera
skurðaðgerð á kempunni frá Kálfshamarsvik. Eins og jafnan áður
gekk hann æðrulaus og vonglaður á móts við nýjan dag enda þótt
hann hefði ekki áður komist í kynni við neitt, sem 1 íktist þeim
vanda er við honurn blasti í þetta sinn. Og honum varð að von
sinni, hann endurheimti heilsu sína, flutti lieim í kotið sitt í Kálfs-
hamarsvík ogihélt áfram að draga fisk úr sjó og gera mönnum greiða.
Nokkur ár liðu. Ferðamaður og tvær litlar telpur lögðu leið sína
út í Kálfshamarsvík á hlýjum hásumardegi. Gestirnir gengu frani
á nesið, virtu fyrir sér auðugt safn náttúruundra og nutu lífsins í
friði og ró. í bakaleiðinni gekk ferðafólkið fram hjá litlum timbur-
skúr efst á nesinu og telpurnar gægðust inn um glugga. Þá kom
Jói út, hanu hafði verið að gera að fiski. Hann þekkti gestina, hafði
kynnst þeim þegar hann lá á sjúkrahúsinu, og auðséð var að hann
fagnaði kornu þeirra. Um stund var skrafað úti fyrir dyrum. Jói
kvaðst vera nýkominn úr róðri og hafa fengið óvenjugóðan afla,
þetta væri fiskihúsið sitt og hann bauð gestunum að sjá hvað þar
væri innan veggja. Þar lágu nokkrir nýflattir fiskar á gólfi og úti