Húnavaka - 01.05.1977, Page 120
118
HÚNAVAKA
úti í skúrnum sem var fyrir framan bæjardyrnar, rétt eins og ein-
hver væri að kalla. Pabbi sagði að þetta væri í storminum. Það gæti
enginn verið á ferð í slíku veðri. Við lékum olkkur smá stund en þá
fór Erlendur aftur til pabba og bað hann að fara með sér fram í
skúr því að hann gæti ekki gleymt hljóðinu. Þeir fóru fram, opnuðu
bæjarhurðina og þar lá þá maður svo yfirkominn af kulda að hann
gat ekki opnað hurðina og komst því ekki lengra en i' skúrinn. Þetta
var fjármaðurinn frá Kagaðarhóli Björn Björnsson. Hann bjó síðar
nokkuð lengi á Orrastöðum og var faðir Sigurjóns sem þar býr nú.
Birni sagðist svo frá, að hann hefði um hádegið rennt fénu út í
snjóinn en farið sjálfur upp í tóttina til að leysa hey í seinni gjöf-
ina. Þegar hann hafði leyst um stund hvessti í einni svipan, eins
og ég hef lýst. Hljóp hann þá af stað fyrir féð og gaf sér ekki tíma til
að búa sig betur. Það skipti engum togum að stórhríðin var skollin
á og hann réði ekki við neitt. Féð spennti undan veðrinu og hvarf
honum út í sortann. Björn fann að hann myndi ekki komast á móti
veðrinu heim að Kagaðarhóli svo að liann freistaði þess að komast
fram að Tindum, sem er næsti bær. Hann sagði að hríðin hefði
verið svo svört að ihann fór fram hjá bænum án þess að verða hans
var, en rak sig svo á smiðjuvegginn. Smiðjukofinn stóð rétt sunnan
og ofan við bæinn, og hefir hann því gengið rétt við bæjarvegginn
fyrst Ihann lenti á smiðjuveggnum.
Það leið öllum illa þetta kvöld, og geta má nærri hvernig Birni
hefur liðið að geta ekki látið vita um sig. Þá var ekki sími á bæjun-
um og ekkert hægt að gera nema bíða.
Um tvö leytið um nóttina lægði veðrið nokkuð, samt var enn
blindhríð. Þá héldu Birni engin bönd. Hann varð að komast heim
til konu og barna og létta af þeim áhyggjunum. Bjarni Halldórsson
fór út eftir með honum um nóttina, og þeir komust með Guðs hjálp.
Svo leið nóttin í von og ótta, og um morguninn var hríðinni létt.
Mér er enn í minni hvað óskaplega mikill snjór var kominn. Það
var byrjað á að moka frá gluggunum, því að það sá ekki handa slkil
í baðstofunni fyrir myrkri, og svo hraðað morgunverkunum því
mikið dagsverk var framundan.
Eins fljótt og hægt var, var farið að huga að fénu frá Kagaðar-
hóli. Kom fljótlega í ljós að það hafði spennt undan veðrinu og
flest lent i' Tindaflóanum. Það var óskaplegt að sjá hvernig hríðin
hafði farið með féð. Þarna lá það í snjónum á víð og dreif um fló-