Húnavaka - 01.05.1977, Page 121
HÚNAVAKA
119
ann, allavega á sig komið. Það sem hafði lent á svellum var dautt.
Hefir sennilega rotast í fallinu. Sumt lá á hliðinni klemmt í snjón-
um, en annað alveg upp í loft og sást aðeins á fæturnar. Samt hafði
hrafninn fundið augun í þessu fé, og spurði ekki að hvort það væri
með lífsmarki. Það var unnið sleitulaust að því frá báðum bæjunum
að bjarga því sem bjargað varð. Öllu fé sem var rólfært var eigrað út
að Kagaðarhóli, en það sem ekki gat gengið var flutt hingað heirn.
Faðir minn var allan daginn á ferðinni með hest og sleða við þá
flutninga. Þetta fé þurfti mikillar hjúkrunar við, og sá hann um
það að öllu leyti. Ekki fannst allt féð frá Kagaðarhóli þótt leitað
væri því sunrt hafði komist niður að Fremri-Laxá og fennt þar í
hvömmunum. Fannst það eklki fyrr en snjóa leysti um vorið.
Féð sem flutt var hingað heim var hér nokkuð lengi, eða þangað
til það varð ferðal’ært. Jón Stefánsson bóndi á Kagaðarhóli átti þetía
fé. Kom hann hér daglega og leit eftir því, en að öðru leyti annaðist
faðir minn um það. Ég held að það hafi verið nær 40 kindur, sem
fórust af fé Jóns í þessu veðri. Ekki þori ég samt að fullyrða það upp
á kind, það er orðið svo langt síðan þessi hörmulegi atburður gerð-
ist. Þó er hann mér og eldri systkinum mínum, sem sáu þetta með
eigin augum, ógleymanlegur.
Ég man ekki til að ég hafi séð neitt skráð um þetta nema að það
hafi farist fé frá Kagaðarhóli í þessu febrúarveðri, en mjög margar
harmsögur gerðust þennan dag og hafa ýmsar þeirra verið skráðar.
Anno 1752: Á Skagastrandarskipi komu út tveir menn danskir, giftir, að upp-
rétta hér sáðverk, og eins skal vera í kaupstöðum syðra og vestra. Item komu út
tveir íslenskir stúdentar, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, að rannsaka metal
og mineralia etc. um heila landið. Þeir reistu framvegis í fjögur ár um allt ísland.
Höskuldsstaðaannáll.