Húnavaka - 01.05.1977, Síða 123
HÚNAVAKA
12!
skýjabakkana og bólstrana fyrir neðan speglast í sólskininu. Þegar
búið var að fara lauslega yfir blöðin voru bornar franr Ijúffengar
veitingar og það stóð á endum, þegar þær voru afstaðnar fór vélin
að lækka flugið inn yfir Eyrarsund til lendingar á Kastrupflugvelli
við Kaupmannahöfn.
Gaman var að sjá út um flugvélagluggann öll skipin stór og smá
gára sjóinn á sundinu. Allt frá smáum seglskútum upp í risa flutn-
ingaskip. Þegar stigið var út úr vélinni tók á móti okkur 19° heit
gola og glampandi sólskin. I flughöfninni kynnti fararstjórinn sig
og þar sameinaðist þessi hópur upp f bíl, sem ók okkur á hótel í
miðri Kaupmannahöfn. Um kvöldið var farið í Tívolí og snæddur
þar kvöldverður. Síðan löbbuðu sumir í næstu götur til að vita hvað
þar væri að sjá. Þá var farið að sofa því að morgni átti að leggja af
stað í bíl, sem næstu daga átti að aka okkur til Italíu.
Farið var tímanlega á fætur og eftir morgunverð beið langferða-
bíll fyrir utan og lagt var af stað, eftir stuttan spöl komu nokkrir
farþegar frá hinum Norðurlöndunum upp í bílinn. Nú var hópur-
inn orðinn um 40 manns. Síðan var ekið suður Sjáland mjög þétt-
býlt með fallegum blómagörðum og limgirðingum fyrir framan
húsin. Þá var farið yfir brú út á eyjuna Falstur, ekið eftir henni
yfir aðra brú út á eyjuna Láland, ekið þar að hafnarbæ syðst á eyj-
unni, sem heitir Rpdby. Fór bíllinn með fólkinu í, um borð í stóra
ferju. Snæddur var hádegismatur um borð í ferjunni og komið eftir
um eins klukkutíma siglingu til Puttgarten, sem stendur á eyju,
sem er tengd með langri brú við meginlandið. Gaf nú bílstjórinn
heldur betur í og ók greitt áleiðis suður V-Þýzkaland á hinum frá-
bæru vegum þar. Það er vart hægt að lýsa því með orðum hvað
vegirnir eru stórkostlegir.
Hraðbrautin E4, sem farið var lengst eftir, er þannig að engar
krossgötur eða götuvitar eru á henni, heldur eru brýr yfir eða göng
undir, fyrir umferð sem þarf yfir hana. Þetta er líkt fyrirkomulag
og er við Elliðaárnar í Reykjavík. Víða eru þrjár akreinar í hvora
átt 02; enginn hámarkshraði. Rútan mun oftast hafa verið á um 100
•-120 km hraða, en samt þutu bílar fram úr henni. Þannig var haldið
áfram viðstöðulítið til kvölds ,en gist var í Fuhrberg á sveitahóteli
sem stendur skammt sunnan við Hamborg. Hótelið stóð í litlu
rjóðri, en annars sást ekkert frá fyrir þéttum fallegum skógi og lauf-
ið rétt bærðist í hlýrri golu. Var þama sérstaklega friðsælt og sér-