Húnavaka - 01.05.1977, Page 128
126
HÚNAVAKA
Loks var aðalferðin til Feneyja. í fyrstn var ekið með endilöngu
Gardavatninu að vestan síðan stansað í borginni, Desenzano, sem
stendur við suðurenda vatnsins. Síðan haldið áfram eftir hinum frjó-
sama Pódal, þar var kornið fullþroskað og unnið jöfnum höndum
að þreskingu á því og sanrantekt á fallega verkuðu heyi. Notaðar
voru nýtískuvélar og allt í fullum gangi í góðviðrinu. Sólskin og um
35° liiti. Þá var komið í útborg Feneyja, sem var með mikið járn-
iðjuver og fleiri stóriðjuver og síðan ekið eftir 4 km langri brú yfir
sund. Þar voru hílarnir skildir eftir því að í Feneyjum eru engir
vegir nema sýkin í hinni sökkvandi borg, hún sígur um 2 sm á ári.
Aðalsýkið er nefnt Essið því það líkist stafnum S og dregur nafn sitt
af því. Þar ganga eftir reglulegri tímaáætlun stórir farþegabátar og
leggjast upp að bökkunum með stuttu millibili, til að hleypa fólki
að og frá borði. Þetta er eins og venjulegar strætisvagnaferðir í
Reykjavík. Ut frá þessu aðalsíki greinast svo ótal hliðarsíki, sem sam-
einast í eitt net ntilli luisanna eins 02, götur í boro. Þarna er mikið
af bátum, sem merktir eru sem leigubátar og þá eru það margir sem
eiga sína eigin heimilisbáta. Þarna sá ég lögregluna koma æðandi á
hraðbát og taka hornrétta beygju inn í hliðarsund af ótrúlegri leikni
og hraða. Húsin eru æfagömul og sum útflúruð af allskyns skrauti
og íburði. Þau eru flest stór.
Þetta var mér svo mikið framandi og óvenjulegt að það var eins
og maður væri kominn í annan og (iþekktan heim. Við fórum með
áætlunarbát eftir Essinu og virtum fyrir okkur allt undrið. Síðan
var farið í land nálægt Markúsartorgi og það skoðað. Farið upp í
turninn á hárri kirkju og þar var hið besta útsýni yfir borgina. Þá
var Markúsarkirkja skoðuð. Margbrotið listaverk að utan og innan.
T. d. 4000 m2 af mósaikmyndum, senr skreyttu hana að innanverðu.
Inni var verið að ljúka messu, þegar við komum. Mér finnst samt
mikið meiri helgiblær yfir litlu kirkjunni á Hofi á Skagaströnd held-
ur en þessu mikla skrauthýsi. Þá var farin skemmtisigling á sérstök-
um Feneyjarbátum, sem eru þannig að þeim er róið af einum manni
með langri ár á annað borðið. Maðurinn stendur við róðurinn á
upphækkun jafnt þóftu. Þessi pallur er teppalagður og ræðarinn
sparibúinn á blankskóm. Til þess að hægt sé að róa þannig á annað
borðið er báturinn smíðaður rangskreiður og er það talsverður vandi
fyrir smiðinn að láta hann vera hæfilega rangskreiðan. Ekki eru
nema 3—4 farþegar teknir í hvern bát, svo að þetta var löng halarófa