Húnavaka - 01.05.1977, Page 131
JÓNA G. VILHJÁLMSDÓTTIR:
Skottliúfan
Skammt frá heimili mínu var stór steinn. Hann var sérkennilegur
í laginu, eins og burstalagaður. Þarna var okkur systkinunum strang-
lega bannað að leika okkur, og fannst það ansi skrítið. Við máttum
aldrei vera með hamagang við steininn né kasta grjóti í liann. Ég var
ákaílega spurul, og spurði móður mína hver ástæða væri fyrir þessu.
Ekki sagðist luin geta sagt mér það. Þetta væri sitt leyndarmál. Hún
sagði að okkur gæti hefnst fyrir ef við færum ekki eftir hennar ráð-
um, og gerðum við það í einu og öllu.
Eftir þetta dróst ég meir og meir að steininum eins og hann hefði
eittlivert sérstakt aðdráttarafl. Sat ég hjá honum tímunum saman, en
gætti þess að vera í hvarfi við steininn svo að ég sæist ekki að heiman,
því að þaðan sást hann vel. Alltaf stansaði ég við steininn er ég var
á leið í skólann, eins og ég ætti von á að hitta einhvern. Það var farið
að pirra systur mína að bíða eftir mér svo að eitt sinn sagði hún við
mig: „Einhvern tíma hverfur þú inn í steininn.“ „Allt í lagi,“ sagði
ég hlæjandi, „þá þarft þú ekki að bíða eftir mér.“ Þá svaraði hún:
„Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að segja þetta.“
Nú bar svo við einn sunnudag að móðir mín ætlaði til kirkju, og
auðvitað í íslenskum búningi, upphlut og grænum möttli með hvít-
um kanti og voru svartar doppur í kantinum. Alltaf man ég hve
móðir mín var tíguleg í þessum fallega búningi. Er hún var komin
í búninginn vantaði skotthúfuna. Hvað var nú þetta? Hvar var húf-
an? Móður minni brá stórlega. Skotthúfan var horfin með öllu og
fannst ekki hvernig sem leitað var. Þetta tók sinn tíma svo að ekkert
varð af kirkjuferðinni. Ég var undrandi á þessu öllu. Hvað gat valdið
þessu? Síðan fór móðir mín úr búningnum, en ég veitti því eftirtekt
að hún var eitthvað annars hugar. Er hún fór út úr herberginu lædd-
ist ég fram að hurðinni, en hún var í hálfa gátt. Heyri ég þá að móðir
9