Húnavaka - 01.05.1977, Page 133
SIGURÐUR BJÖRNSSON, Örlygsstöðnm:
Svifih seglum jDÖndum
Á fyrstu áratugum þessarar aldar var það venja sjómanna úr Kálfs-
hamarsvík að fara í ver suður með sjó, í verstöðvarnar við Faxaflóa
og Grindavík, og voru þessir suðurferðamenn nefndir vermenn.
Venjulega fóru jreir að heiman, áleiðis
suður, uppúr áramótum, Jró stundum
fyrir jól, gangandi og báru föt sín. Þær
pjönkur voru oft um 20 pund og rnunar
um minna, að hafa á öxlum sér á 5—6
daga göngu í misjöfnu færi. Yfirleitt
voru Jretta menn á léttasta skeiði, þó
voru með unglingar allt ofan í 16 ára
aldur. Með þeim yngstu var maður sá er
hér verður nokkuð sagt frá, Sigurður
Júlíusson. Hann nrissti ungur föður sinn
og leystist þá heimili hans upp og dvaldi
lrann árum saman hjá móðursystur sinni,
Sigurlaugu Kristjánsdóttur húsfreyju á
Örlygsstöðum. Þaðan fór hann til sjós
ungur að árum og ekki þroskamikill, en
hann trúði á handleiðslu Guðs og telur
sig oft hafa fundið á lífsleiðinni að sér hafi verið bjargað frá háska á
dularfullan hátt. Hann setti sér ungur það mark að verða sjálfum sér
nógur efnalega. Hann þekkti fátæktina og kaus ekki að hafa hana
fyrir fylgikonu. Þetta hefir honum tekist, hann hefir alla tíð haft
frekar rúman fjárhag, enda allt sitt líf verið reglumaður og haft
sterka sjálfsbjargarhvöt. Hann getur nú í hárri elli, ern og hress,
minnst með ánægju liðinnar ævi.
Það er athyglisvert að þegar Sigurður kemur fyrst til Reykjavíkur
Sigurður Júliusson.