Húnavaka - 01.05.1977, Side 134
132
HÚNAVAKA
öllum ókunnugur, yngstur í hópi sinna ferðafélaga, fylgist hann ekki
með þeim í verstöðvarnar, heldur kemur sér á skútu og hefir þegar
vetrarvertíð lýkur 11. maí tvöfaldan hlut á við þá sem í verstöð
voru. Þetta sýnir að pilturinn hugsaði sín mál sjálfur og var það
alltaf lífsviðhorf hans.
Hann reyndist það vel á skútunni að hann átti þar jafnan víst rúm
og bar gott úr býtum, því að hann var laginn við færi og allra manna
þolnastur að standa frívaktir, enda oftast annar eða þriðji maður
með afla.
Eftir lokin þetta vor fer hann norður á æskustöðvarnar og er há-
seti næstu fjögur sumur og haust hjá formanni, er Rögnvaldur hét
Jónsson og reri frá Kálfshamarsvík. Féll vel á með þeim og átti Rögn-
valdur Sigurð vísan, þegar hann kom úr veri. En á vertíð var hann á
skútu og undi þar vel sínum hag, ekki aðeins hvað tekjur snerti held-
ur fannst honum sjómennskan Joar tilkomumeiri, einkum siglingin,
þegar skip var mátulega hlaðið og sigldur var beitivindur eins og
skipið þoldi. Það var svo tilkomumikið að englnn samanburður var
til. Jafnvel togararnir, sem voru stolt islenskra sjómanna á Jjeim ár-
um, urðu að gera sér að góðu að fljóta aftur fyrir.
Það mun hafa verið um áramót 1912 og 1913, að Ji>að hleður niður
snjó svo að varla voru dæmi til annars eins. Það var Jdví ekki álitlegt
að leggja suður landveg. Þá taka sig saman sjómenn í Kálfs-
hamarsvík og ganga til Sauðárkróks, en Jrangað átti Vesta gamla að
koma á suðurleið, en ekki inn á Húnaflóahafnir. Á Sauðárkróki biðu
J:>eir í tvo daga eftir skipinu. Þeir héldu til á hóteli, sem hét Tinda-
stóll, það rak Gunnar Sigurðsson frá Fossi á Skaga. Hann átti fjögra
tonna vélbát og var Sigurður orðinn eigandi að honum hálfum, er
hann fór af Króknum, suður með Vestu gömlu.
\7orið eftir fór hann norður á Sauðárkrók, að standsetja úthaldið.
Lhn sumarið gerðu jDeir út frá Selvík á Skaga og öfluðu lítið. Næsta
sumar héldu Jreir bátnum út frá Kálfshanrarsvík og fiskuðu ekki vel,
en síðsumars í suðvestan stormi rak bátinn upp í fjöru og brotnaði.
Slitu Jreir Sigurður og Gunnar þá félagsskap sínum og skiptu með
sér, þannig að Gunnar hlaut aflann, en Sigurður veiðarfærin og báts-
flakið. Ekki hagnaðist Sigurður mikið á útgerð með Gunnari annað
en Jrað, að segja má að hún hafi forðað honum frá að farast með
Rögnvaldi, er bátur hans fórst með allri áhöfn, árið 1914.
Vani Sigurðar var, er hann lagði landveg suður, að gista hjá föður-