Húnavaka - 01.05.1977, Síða 135
HÚNAVAKA
133
bróður sínum, Sveinbirni Guðmundssyni bónda á Kjalarlandi. Það
mun bafa verið í byrjun árs 1915 að kona Sveinbjörns, Osk Sigurðar-
dóttir, biður Siguro fyrir 18 ára son sinn og ráða hann á skip með sér.
Þessu lofar Sigurður, en þegar suður til Reykjavíkur kemur finnur
hann sinn skútuskipstjóra, sem var þá albúinn að láta úr höfn. \'ar
hann búinn að fullráða, nema að hann hélt plássi Sigurðar auðu,
sem hann hafnaði í þetta sinn, fyrst hann gat ekki haft piltinn með,
eins og hann hafði lofað. Nú fer Sigurður upp í bæ og hittir þar
félaga sinn frá Kálfshamarsvík, Stefán Benediktsson, sem mjög var
fyrir þeim norðanmönnum og segir honum hvernig ástatt sé fyrir
sér og jryki sér illt að missa skútuplássið. Stefán býður honum að
taka piltinn með sér upp í Grindavík, en hann skuli halda sínu
skútuplássi og fellst Sigurður á þetta. En þegar hann vitjar skútunn-
ar aftur var hún látin úr höfn. Sigurður fer enn á fund Stefáns og
segir honum sínar ástæður. Stefán vísar honurn þá til Magnúsar á
Tóftum, sagði hann vanta mann, en Magnús var formaður í Grinda-
vík og í góðu áliti. Sigurður fer að ráðum Stefáns og liittir Magnús
og ræðst í skiprúm til hans næstu vertíð og mæla þeir sér mót að
hittast næsta dag og verða samferða til Grindavíkur, en þegar jreir
hittast daginn eftir segir Magnús, að til sín hafi komið gamall háseti
sinn austan úr sveitum og beðið sig um skiprúm, við ósk hans geti
hann ekki orðið, nema hann gefi sér eftir ráðninguna frá í gær.
Þetta gerði Sigurður og var ni'i enn óráðinn, en fór suður með sjó og
reiddi vel af með skiprúm. F.kki var langt liðið á vertíð, þegar liann
fréttir eitt sinn er í land kom að Aíagnús á Tóftum hafi farist með
allri sinni áhöfn. Þar skall enn liurð nærri hælum.
Eftir að lokið var útgerð með Gunnari lætur Sigurður smíða sér
fjögra manna far og gerir jrað út og er með það næstu sumur og haust
frá Kálfshamarsvík, en ekki líkaði honum Jressi útgerð. Báturinn var
of lítill, hann varð oft að fleygja afla sem báturinn bar ekki. Á Jreim
árum var mikill fiskur í Húnaflóa. Svo seldi liann þennan bát.
Þegar Sigurður hefir svifið seglum þöndum árum saman fram og
til baka með ströndum íslands, bæði í óskaleiði og aftakaveðrum,
dettur honum í hug, að áður en hann bindur sig við fast heimili,
skuli hann kynnast öðrum þjóðum, þeirra háttum og siðum. Enn
eru það seglskip, sem verða hans starfsvettvangur. Hann ræður sig á
danska skonnortu, sem var í vöruflutningum milli Evrópu og Suður-
Ameríku. Þetta var stórt skip Jrrímastrað. Þarna kunni Sigurður vel