Húnavaka - 01.05.1977, Page 137
HÚNAVAKA
135
við sig, þótt starfsskilyrði væru ekki alltaf aðgengileg, að vinna uppi
í reiða eða úti á rám í hvaða veðri sem var. Hann er á sama skipi
með sama skipstjóra í þrjú ár og sýnir það að hans rúm hefir þótt
vel skipað.
Nú þegar Sigurður hefir svalað útþrá sinni, snýr hann aftur heim
til átthaganna og sest að í Kálfshamarsvík. Festir ráð sitt og byggir
yfir fjölskyldu sína og stundar sjó sem fyrr, gerir út og er sjálfur for-
maður. Þá fer trillubátaútgerð í hönd. Hann lætur smíða sér þriggja
tonna bát, setur í hann vél og sækir sjó allfast og þarf nú ekki lengur
að fleygja afla. Nokkrir bátar stunda róðra á þessum árum frá Kálfs-
hamarsvík og hafði Sigurður oft verðmestan hlut. Þegar aldur færð-
ist yfir Sigurð lét hann af sjómennsku og dvelur nú hjá dóttur sinni
á Akranesi 88 ára gamall, ern og hress, og dásamar varðveislu Guðs
á sér, á langri ævibraut. Á hans langa sjómannsferli, hvort heldur
var á litlum árabáti eða stóru úthafsskipi henti hann aldrei slys og
ávallt náði hann heill í höfn. Næst handleiðslu Guðs þakkar hann
þessa farsæld því að hann hefir aldrei neytt áfengis. Oft segir hann
að óþægilegt hafi verið, þegar félagar lians voru að skemmta sér, að
vera ekki með, en yfirleitt hafi þeir virt er hann sagði þeim að hann
væri bindindismaður.
Ólíklegt tel ég að þeir menn séu ofar moldu, hér á landi nú, sem
hafa svifið meir á seglum um höfin en Sigurður júlíusson.
Kona Sigurðar var Guðbjörg, dóttir Guðjóns í Háagerði og konu
hans Oddnýjar, Guðjón var ættaður vestan af Vatnsnesi. Guðbjörg,
sem er látin fyrir nokkrum árum, var hin ágætasta kona í hvívetna
og lét sér sérstaklega annt um uppeldi barna þeirra, en þau voru
fimm, tveir synir og þrjár dætur. Þau eru öll löngu uppkomin og eru
hið ágætasta fólk, enda haft sig vel áfram í lífinu.