Húnavaka - 01.05.1977, Page 138
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Jfeilsað heimahögum
„Fjarlaegðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“ segir Jóhann Sig-
urjónsson í einu af skáldverkum sínum.
I þessum velsögðu orðum, sem eiga vel við landshætti vora er mik-
ill sannleikur fólginn. Blámi hárra fjalla í fjarlægð er jafnan baksvið
leiksviðs vors hér á landi, eitt af tignarmerkjum íslenskrar náttúru.
Og sá hluti íslenskrar náttúru er oss aldrei gleymist.
Esjan er mitt fjall, Spákonufell er ykkar fjall. Ég skoða fyrst Esj-
una, er ég fagna henni við heimkomu til Reykjavíkur. Fer ykkur
ekki eins um Spákonufellið, er þið komið hingað? Það fer líka fegin-
leiki um okkur er við erum komnir heim, Jrví stundum er það eins
og fjarlægðin skerpi skynjunina, en nálægðin sljóvgi dómgreindina.
Er Jretta ekki svo um mannlífið, er þú hugsar heim úr fjarlægð til
æskuhaga, þá er eins og margt af því fólki er var á leiksviði lífsins og
nú er horfið til feðra sinna sé þar ljóslifandi.
Hæfileikar þeirra með góðleik og fórnfýsi ásamt miklu þreki í
starfi í víðlendum verkahring og bága hagi á nútímavísu við lítil
þægindi en ríka lífsgleði. Þá vaknar jafnhliða þráin hjá oss eftir að
blanda geði við sveitunga okkar, er búa eins og við fjarri heima-
högum í mannhafinu mikla.
En um leið uppljúkast hugir vorir fyrir því, að varðveita í mynd
eitthvað handa komandi kynslóðum, er setti sinn svip á bæinn.
Bak við þetta stendur Jrakkartilfinning margra, sem borin er upp
af manndómi þeirra. \Tgna þess erum vér komnir hér í dag heima-
menn, er gamlir Skagstrendingar koma færandi hendi, með tákn
þess að þeir muna sína æskuhaga. Þeir eru: Ólafur Ásgeirsson frá
Höfðahólum, Steinþór Ólafsson frá Karlskála, Ófeigur Pétursson frá
Lækjarbakka, sem ásamt fjölda annarra Skagstrendinga, komu frá
Reykjavík.