Húnavaka - 01.05.1977, Page 139
HÚNAVAKA
137
Það er upphaf þessa máls að á sl. vori kom saman til fagnaðar
mikill fjöldi manna af Vindhælingum og Skagstrendingum, er bú-
settir eru í verstöðvum við Faxaflóa og á Reykjanesskaga, alls um 300
manns.
Allir höfðu verið svo hjartanlega glaðir að fá tækifæri til að blanda
geði saman, því sannleikurinn er sá að í mannhafinu mikla er fólkið
oft á tíðum einangraðra en í dreifbýli nútímans.
Og til þess að sýna góðan hug og ræktarsemi var ákveðið að gera
mynd af Ólínu Sigurðardóttur, ljósmóður, og var fenginn til jress
Jónas Jakobsson, húnvetningur.
Ólína Sigurðardóttir, ljósmóðir, var fædd 17. júní 1871 á Þing-
eyrum og voru foreldrar hennar Sigurður á Lækjarbakka Ólafsson
frá Vindhæli, er var talinn smiður ágætur og heppinn við lækningar.
Kona hans, amma Ólínu, var Guðrún Guðmundsdóttir af Skíða-
staðaætt á Laxárdal, er var kunn nærkona og góðhjörtuð. Móðir
Ólínu var Steinunn Eyjólfsdóttir, er var dóttir Katrínar Magnús-
dóttur frá Steinadal í Strandasýslu, en systir Jóns Magnússonar í
Broddanesi. Steinunn Eyjólfsdóttir ólst upp hjá frænda sínum Ás-
geiri Einarssyni frá Kleifum síðar á Þingeyrum.
Eigi varð af hjúskap milli foreldra Ólínu og ólst hún upp hjá
vandalausum, en minntist þó jafnan bernsku sinnar með hlýleika til
fóstru sinnar, er hún var hjá um fimm ára bil. Æska Ólínu var því
á ýmsa lund. Þessi velgerða stúlka átti engan kost á því að framast og
var þó Ytri-Eyjarkvennaskólinn á næstu grösum. Það varð Ólínu til
happs að hún 15 ára komst að Elöfnum og dvaldi þar í 8 ár bjá Jón-
innu Jónsdóttur húsfreyju, er mun hafa skynjað hve þessi umkomu-
lausa stúlka var vel af guði gerð og að í henni bjó óvenju mikill mað-
ur. I Höfnum mannaðist og menntaðist Ólína Sigurðardóttir vel.
Árið 1893, 16. júlí, giftist hún Jóni Bjarnasyni, formanni. Eignuð-
ust þau 14 börn og bjuggu lengst af á Brúarlandi í Höfðakaupstað.
Fyrir áeggjan Jóninnu í Höfnum og sr. Björns Blöndals á Hofi tók
Ólína að læra Ijósmóðurfræði í Reykjavík veturinn 1899—1900, var
hún þá fjögurra barna móðir og gekk með það fimmta. Mun hér
hafa ráðið miklu meðfædd löngun hennar til að menntast og Iiæfi-
leikar til að líkna og hjúkra fólki, er hún hafði tekið í ættararf.
Ólína Sigurðardóttir tók á móti fyrsta barninu 2. júní, 1900 sem
var Ernst Berndsen á Karlskála í Höfðakaupstað og síðasta barninu
tók hún á móti 20. júní 1941, Ólínu Gyðu, dótturdóttur sinni.