Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 141
HÚNAVAKA
139
Hvernig stóð hún sig þá, þessi lágvaxna og grannvaxna kona, er
við fyrstu sýn virtist ekki bera utan á sér þrek framyfir annað fólk.
En hver sem sem hugði betur að mátti gerla sjá, að hreyfingar henn-
ar voru óvenju léttar, snarfegar og ákveðnar. Það var eitthvað bæði
fínlegt og stórbrotið við þessa konu. Hún var blíðlynd í skapi, en átti
að hinu leytinu óvenjulegan viljastyrk er bauð öllu birginn enda
hreysti hennar rnikil til ferðalaga. Þessir eiginleikar hennar leiddu
hana til farsældar í starfinu.
Hún mun hafa tekið á móti um 400 börnum, og fór lienni þetta
vel úr hendi og konum heilsaðist vel hjá henni. Með blíðlyndi og
hlýrri framkomu hafði hún góð áhrif á konurnar og lét sér annt um
Jæssi blessuð litlu börn, er litu í fyrsta skipti veröldina.
Ólína varð mikið að treysta á sjálfa sig í starfinu, er vegir voru
lengi vel engir, enginn var síminn og langt til læknis. En slíkum
ferðum varð eigi frestað til betri tíma, þótt illviðri geisaði með stór-
hríðum, og einnig þó að illa stæði á heima hjá henni. Má til þess
nefna að sumarið 1901, er hún fór út í Nes að Sviðningi til að sitja
yfir, hlaut hún slæma byltu þegar hún datt af hestbaki og meiddist
hún þá á baki, sem hún var lengi að jafna sig eftir. Á Sviðningi ól
hún sjálf barn 20. júlí 1901, 24. júlí sat hún yfir konu á næsta bæ,
Kálfshamri og 26. júlí var hún aftur komin að Sviðningi og sat þar
yfir konu, sem fæddi barn. Heilsaðist þessum konum vel og öll börn-
in lifðu.
Þau hjón Jón Bjarnason og Ólína Sigurðardóttir héldu gullbrúð-
kaup sitt 16. júlí 1943 og færðu sveitungar þeirra þeim Jrá skraut-
ritað ávarp.
Síðustu árin bjuggu þau hjón hjá Hrólfi syni sínum og Sigríði
Guðlaugsdóttur konu hans að Bjarmalandi.
Jón Bjarnason andaðist 14. sept. 1948 og Olína Sigurðardóttir and-
aðist 24. mars 1955.
Afkomendur þeirra hjóna eru 177 og margir þeirra eru nú staddir
á meðal vor. Við heimamenn gleðjumst yfir því að ykkur Skagstrend-
ingum, sem hafa búið í fjarlægð hefur vegnað vel og eruð nýtir þegn-
ar þjóðfélagsins. Minnugur orðanna ,,sá má sér barn í barmi geyma
er betra vill af sinni þjóð.“
Barnshugur ykkar og tryggð til okkar er heima dveljum er oss upp-
örvun á þá lund að eigi er til einskis barist á ykkar feðra grund. Guð
gefi ykkur gæfu og gengi hvar sem þið búið.