Húnavaka - 01.05.1977, Page 144
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON, Fossum:
Qönguferh í skólann
Mörgum eru efalaust í minni veturnir um og eftir 1950, vegna
mikilla snjóa og erfiðs tíðarfars. Þá var samgöngutækni ólíkt minni
en nú. Snjóbílar örfáir, en sönnuðu ótvírætt gildi sitt á Austurlandi
veturinn 1951. Vélsleðar þekktust þá ekki.
Ég festi hér á blað smásögu af vetrarferð frá þessum tíma.
Veturinn 1951—52 var ég nemandi á Hólum í Hjaltadal, í yngri
deild, þá stráklingur á sautjánda ári. Um jólin fór ég heirn, og gekk
það vel. Upp úr jólurn og um áramót gekk í norðan lníðar og hlóð
niður snjó. Skólinn átti að hefjast, að mig minnir, upp úr þrettánd-
anum.
Á þessum árum var ekki sími hér í framhluta Svartárdals, en á
Fossum og Gili voru talstöðvar. Var talað sarnan einu sinni á dag ef
samband náðist. Var þetta talstöðvasamband til mikilla bóta, þó að
ekki væri það fullkomið.
Nú leið að þeim tíma að norðurferðin skyldi hefjast.
Eitthvað var reynt að spyrjast fyrir um bílaferðir í gegnum tal-
stöðina, en talið var að allir fjallvegir væru ófærir. Póstferðir að
sunnan voru þá aðallega á stórum framdrifsbílum, sem fóru vegi þótt
alófærir væru öðrurn bifreiðum. Þessar ferðir voru og mjög strjálar
í ótíð og snjóalögum.
Veðrátta var þannig upp úr nýári, að hríðarveður var flesta daga
og snjór mikill og laus.
Mér var fylgt eitthvað út í dalinn, og gisti ég á Gili fyrstu nóttina
hjá Stefáni Sigurðssyni. Morguninn eftir var mjög dimmt til norð-
urs, en ekki hvasst. Man ég að Stefáni þótti ferðalag mitt tvísýnt ef
hvessti. Lagði ég af stað norður yfir Vatnsskarð með talsverðan poka-
skjatta á baki. Sá óvíða fyrir vegi fyrr en kom niður fyrir Stóra-
Vatnsskarð. Þó var dagsskíma ekki alveg þrotin er ég kom í Varma-