Húnavaka - 01.05.1977, Qupperneq 145
HÚNAVAKA
143
hlíð. Þar átti þá heima mjólkurbílstjóri, er Hallur hét Jónasson.
Sagði hann að mjólkurferð væri hjá sér með morgninum, ef veður
reyndist fært. Hallur hýsti mig um nóttina, og var risið snemma.
Voru þá komnir nokkrir menn, sem ætluðu með bílnum til Sauðár-
króks. Gekk ferðin bæði seint og illa, mátti víða moka með skóflum,
sérstaklega man ég eftir einum skafli hjá Reynistað. Var komið fram
yfir hádegi er við komum loks á Krókinn. Þar fór ég að spyrjast fyrir
um færi og ferðir til Hóla. Fékk ég þau svör að allt væri ófært og
litlar líkur fyrir að úr rættist næstu daga. Einn bílstjóra hitti ég, sem
ég þekkti, og oft hafði liðsinnt Hólamönnum þegar þeim lá á að
komast til Hóla. Hann aftók með öllu að hreyfa sinn bíl, því senni-
lega yrði kominn moldbylur áður en dagur væri allur.
Mér þótti nú horfa óvænlega. Kennsla átti að hefjast að morgni.
Degi tekið að halla, og löng leið gangandi til Hóla eða 33 km. Ekki
velti ég þessu þó lengi fyrir mér, lieldur tók poka minn og hljóp af
stað austur Borgarsand. Þar hafði rifið af við sjóinn og var brúkleg
færð. Mikið sá ég eftir því, er hér var komið, að hafa ekki skíði. Gekk
ég nú það sem ég mátti meðan dagsskíman hélst. Mjög var dimmt til
lofts og hríðarjagandi, en ekki mikið frost. Yfir Hegianesið var víða
slæmt færi, en skánaði er kom yfir á hálsinn, sem liggur yfir Við-
víkursveitina. Þá var Hjaltadalurinn eftir, og honum kveið ég mest.
Engan mann hitti ég og kom hvergi.
Menn eru stundum óhyggnir og fljótráðir á þessum aldri, og ég
hef stundum hugsað um það síðan, að ferðin hefði orðið léttari ef ég
hefði komið á einhvern bæ og þegið hressingu. Eins mátti það telja
óhyggilegt, að ekkert var vitað á Hólum um mínar ferðir.
Þegar dag þraut var ég nærri Kýrholti, og nokkru síðar fói ég yfir
brúna á Hjaltadalsá, á Gálganum. Þaðan beygir vegurinn inn Hjalta-
dalinn.
Tók ég nú að þreytast. Fór saman látlaus ófærð, vegurinn gamall
og niðurgrafinn og náttmyrkur.
Annað slagið sá í dauf ljós á bæjunum beggja megin ár.
Gangan sóttist nú seint.
Mikið varð ég glaður er ég náði Laufskálaholtinu. Þaðan er beina
brautin, um fjögurra km langur vegur heim að Hólum. Þessi vegur
var þá nýlega upphlaðinn, og gekk ólíkt betur að fylgja honum en
grafningunum norðar í dalnum. Loks náði ég hæðinni norður af
Hólum, sem heitir Kollugerði, og blessuð ljósin á Hólastað blöstu