Húnavaka - 01.05.1977, Síða 161
HÚNAVAKA
159
búin að vera gift mér, sem þetta ritar, í nærri 36 ár, og aldrei hef ég
heyrt hana minnast frænku sinnar eða þeirra hjóna nema með sér-
stakri vináttu og þökk. Laust eftir 1930 fór að hera á lasleika hjá
Eiríki, sem reyndist því miður vera erfiður sjúkdómur, og haustið
1932 hneig hann niður örendur með hrífu í hönd heima í Ljóts-
hólum. Enn ber sorgin þung högg á dyr hjá Ingiríði og sonum henn-
ar, Jónmundi og Grími. Þó er nú öðru máli að gegna en í hið fyrra
sinn, því eðlilegra er að þeir eldri hverfi, jafnvel jró enn séu á góð-
um aldri heldur en börn sem komin eru á legg. Synirnir eru að vísu
ungir til Jress að taka við búsforráðum, þó eru Jreir orðnir 18 og 16
ára og öllu vanir. Áfram er haldið við búskapinn og enn er heimilið
með svipuðu sniði og áður. Þó að mikils sé misst, þá er Ingiríður
enn í Ljótshólum. Þannig bjó Ingiríður með sonum sínum í allmörg
ár, á erfiðum tímum, þar sem voru kreppuárin og síðan mæðiveikin
þegar kreppunni tók aðeins að linna. En allt komst vel af. Mann-
lífið gekk sinn gang og brátt kom að því, að bræðurnir festu ráð sitt.
Jónmundur giftist Þorbjörgu Þorsteinsdóttur frá Geithömrum en
Grímur Ástríði Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum.
Þó að þröngt væri, bjuggu bræðurnir báðir alllengi í Ljótshólum,
en síðar fluttist Jónmundur að Auðkúlu. Þar byggði liann nýbýli á
hluta af jörðinni, er Landnám ríkisins hafði umráð yfir. En Grímur
bjó áfram í Ljótshólum og byggði þar upp.
Eftir að bræðurnir giftust báðir, var Ingiríður í skjóli þeirra, og
kom nú ömmuhlutverkið til sögunnar. Grunar mig, að fáar konur
á íslandi hafi leyst það hlutverk með meiri prýði en hún. Enda fór
Jrað nú líka svo, að síðustu árin var hún í skjóli sonarbarna sinna,
Jjó einkum Halldóru, dóttur Jónmundar á Auðkúlu. Synir hennar
báðir eru nú fyrir nokkru hættir búskap og fluttir til Reykjavíkur,
en hún kaus, að yfirgefa ekki dalinn sinn.
Ingiríður í Ljótshólum var á vissan hátt mikill persónuleiki. Ekki
svo að skilja, að hún léti bera mikið á sér á mannainótum, eða Jress-
háttar, síður en svo. En tillitssemi við aðra og prúðmannleg, fremur
hlédræg framkoma, skipaði henni á fremsta bekk meðal kvenna. Ég
minnist þess, að margar konur hér í sveit leituðust eftir vinfengi við
hana og þótti sómi að ef vinátta tókst. Já, ég segi konur, kannske er
óþarfi að undanskilja karlmennina. Hún var prýðilega greind kona,
fylgdist vel með málefnum samtíðarinnar, og var því oft skemmti-
legt að ræða við hana. Hún var oft létt í máli og spaugsöm, ef því