Húnavaka - 01.05.1977, Page 164
162
HTJN AVAKA
hans séra Pálmi Þóroddsson prestur þar og síðar á Hofsósi, fæddur
9. nóv. 1862 að Hvassahrauni í Gullbringusýslu og kona hans Anna
Hólmfríður Jónsdóttir prófasts í Glaumbæ Hallssonar. Jón ólst upp
í foreldrahúsum í stórum og glæsilegum systkinahópi. Á unglings-
árunum vann hann að búi föður síns en gekk Jrá í búnaðarskólann
í Ólafsdal og lauk þaðan prófi 1905. Vann hann næstu árin að ýms-
um jarðbótastörfum í Skagafirði, en stundaði síðan verzlunarstörf á
Sauðárkróki um árabil og var þar verzlunarstjóri. Þá fór hann til
Danmerkur og var um tíma á Sjálandi á búgarði þar og stundaði
landbúnaðarstörf.
Eftir að hann kom að Þingeyrum tóku að hlaðast á hann margvís-
leg opinber störf fyrir sveitina og héraðið og mátti segja, að ekki væri
kosið í neitt starf sveitarinnar svo að ekki kæmi hann Jrar við sögu.
Þegar á næsta ári eftir komu hans að Þingeyrum var hann kosinn í
hreppsnefnd Sveinsstaðahrepjjs og síðar, eða árið 1928, varð hann
oddviti hennar. Hélt hann því starfi yfir 30 ár. Þá var hann sama ár
kosinn í sýslunefnd Húnavatnssýslu fyrir hreppinn og gegndi hann
því starfi í rúmlega hálfan fimmta áratug. Stjórnskipaður var hann
í skattanefnd árið 1917 og liélt því sæti meðan sveitaskattanefndir
voru starfandi eða til ársins 1962. Þá var hann um skeið formaður
Búnaðarfélags Sveinsstaðahrepps og einnig í stjórn Búnaðarsam-
bands sýslunnar. Hann var einn af stofnendum Áveitufélags Þing-
búa og lengi formaður þess, í stjórn Kaupfélags Húnvetninga var
hann nokkur ár og endurskoðandi sparisjóðsins á Blönduósi um
skeið.
Af þessari upptalningu á störfum Jóns, sem þó er ekki tæmandi,
sést að mikill áhrifamaður var hann í sinni sveit og héraði og að
hann naut Jrar mikils trausts og álits. Það mun líka mál manna, að
hann hafi gegnt þessurn störfum af dugnaði og skyldurækni.
Eitt er þó ótalið af störfum hans fyrir samborgarana, sem ekki sízt
mun halda nafni hans á lofti og skipa honum á bekk með Jreim sem
beztan orðstír hafa getið sér í sambandi við Þingeyrar og Þingeyra-
kirkju, svo sem Lárusi Gottrup og Ásgeiri Einarssyni alþingismanni.
Árið 1916 var Jón kosinn í sóknarnefnd Þingeyrasóknar og var for-
maður þeirrar nefndar allt til dauðadags með mikilli sæmd og um-
hyggju um liag og velferð kirkju og kirkjugarðs. Með honum voru
ætíð í safnaðarstjórn ágætir menn, áhugasamir og velviljaðir um mál
kirkju og kristni, lengst af þeir Sigurður Erlendsson stórbóndi og