Húnavaka - 01.05.1977, Page 166
164
HÚNAVAKA
VALGERÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR,
Blönduósi.
FœdcL 31. ágúst 1908. — DáÍ7i 11. juni 1976.
Hún, sem nú er horfin sjónum
heimt á æðra þroskaskeið,
lifir sæl í ljóssins sölum
laus við jarðneskt böl og neyð.
Hún vill segja: „Hjartans vinir
hryggist ei, því ofar jörð
andinn flýgur, föður hæða
færið lof og þakkargjörð.''
T. R. J.
Án efa mundi Valgerður segja eitthvað í þessum anda, ef hún næði
til okkar, sem syrgjum hana nú Jregar hún er öll. Henni var svo eig-
inlegt að vilja gera gott úr öllu, svo eiginlegt að hughreysta, gleðja
og hjálpa og gera samferðarfólk-
inu gott á sinn hlýja, hógværa
hátt. Það tókst henni líka og öll-
um, sem þekktu liana, þótti vænt
um hana. Hjá því gat ekki farið,
því hún var góð kona f orðsins
fyllstu merkingu. Það er hverj-
um manni gæfa að kynnast slíku
fólki og eiga með því samleið.
Við söknum þess að vísu sárt er
það hverfur, en við gleymum því
heldur aldrei.
\'algerður Þorbjarnardóttir
var fædd og uppalin á Stafholts-
veggjum í Borgarfirði, en hafði
dvalið nokkur ár í Reykjavík, er
hún kynntist eftirlifandi nranni
sínum, Kristjáni Gunnarssyni,
byggingarmeistara. Bjuggu þau
fyrst í Reykjavík, en fluttu hing-
Valgerður Þorbjarnardóttir. að til BlÖnduÓSS árið 1948 Og