Húnavaka - 01.05.1977, Side 167
HÚNAVAKA
165
settust að í íbúð, sem Kristján byggði undir sama jraki og tré-
smíðaverkstæðið Stíganda, sem hann stofnsetti og veitti forstöðu til
ársloka 1975.
Valgerður og Kristján urðu þá næstu nágrannar foreldra minna og
tókst fljótt góð vinátta milli heimilanna, svo góð að á hana hefur
aldrei skugga borið fram á þennan dag. Báðar fjölskyldurnar hafa
flutzt milli liúsa og bömin farið að heiman, en það hefur ekki breytt
öðru en Jrví, að við sjáumst ekki lengur á hverjum degi.
Þær áttu svo vel skap saman, móðir mín og Valgerður, að það var
ekki að undra Jrótt þeim yrði vel til vina. Bróðir minn og synir Val-
gerðar, voru á líku reki og léku sér saman, þær mæðumar hjálpuðu
hvor annarri og störfuðu saman að mörgum hlutum. Þegar þær unnu
að saumaskap, stjórnaði mamma og sneið fötin, en Jregar þær unnu
að sláturgerð var Jrað Valgerður, sem stjórnaði. Þá var oft glatt á
hjalla í kjallaranum heima og gaman að vera snúningastelpa hjá svo
glaðlyndum konum.
Ég held að bezta lýsingin á samskiptum þessara tveggja heimila, sé
í rauninni sú, að ekkert sem skeði á öðru heimilinu, var hinu óvið-
komandi.
Það sem einkenndi Valgerði Þorbjarnardóttur mest, í daglegri um-
gengni, var rólyndi og jafnaðargeð. Hún virtist aldrei eiga annríkt,
Jró að hún ætti þrjá athafnasama drengi og gestakonmr væru tíðar.
Alltaf var heimilið hreint og snyrtilegt, drengirnir fallega klæddir
og nóg til með kaffinu.
Eitt af því fáa, sem gat komið Valgerði úr jafnvægi, var það ef ein-
hver kom illa fram við Kristján eða gerði á hluta hans. Hún dáði
mann sinn mjög og gat ekki þolað að á hann væri hallað á nokkurn
hátt. Þótt hún væri öllum góð, þá leyndi það sér ekki að svnir og
eiginmaður skipuðu æðsta sessinn í hennar hjarta.
Valgerður var afskaplega barngóð og gleði hennar einlæg þegar
barnabiirnin fóru að koma. Kristján á fjögur fullorðin börn frá fyrra
hjónabandi og barnabörn því orðin mörg. En ég gat aldrei fundið að
hún gerði neinn mun, þegar hún var að sýna mér nýjar myndir eða
segja mér af barnabörnunum. Þau voru bara öll sameign þeirra
hjóna eins og annað.
Allt fram til ársins 1971 var Valgerður heilsuhraust, en tók þá að
kenna þess sjúkdóms er varð henni að aldurtila. Eftir það dvaldi hún
ýmist á sjúkrahúsum eða heima, oft ákaflega þjáð. Veikindum sín-