Húnavaka - 01.05.1977, Page 169
Mannalát árib 1976
Sigurður Þorkelsson, fyrrverandi bóndi á Barkarstöðum í Svartár-
dal andaðist 12. des. á H.A.H. Blönduósi. Hann var fæddur 27. mars,
1888. Foreldrar hans voru hjónin Þorkell Þorkelsson og Engilráð
Sigurðardóttir frá Eldjárnsstöðum.
Sigurður ólst upp á Barkarstöðum við öll venjuleg sveitastörf. Þar
hóf hann búskap 1921 að föður sínum látnum. Þann 8. júní, 1932
kvæntist Sigurður Halldóru Bjarnadóttur frá Hallfreðarstöðum í
Hjaltastaðaþinghá. Halldóra var húnvetningur og skagfirðingur að
ætt og afkomandi Björns annálaritara á Brandsstöðum. Þau hjónin
eignuðust Íjíigur börn og eru þrjú þeirra á lífi: Þorkell, bóndi á
Barkarstöðum; Bjarni Steingrímur, bóndi á Eyvindarstöðum í
Blöndudal, og Engilráð Margrét, búsfreyja á Sauðárkróki.
Þau Sigurður og Halldóra bjuggu alla búskapartíð sína á Barkar-
stöðum. Halldóra lést árið 1960. Þá brá Sigurður búi og synir hans
tóku við búskapnum. Hann dvaldi áfram á heimabæ sínum hjá son-
um sínum, þar til á síðasta ári að hann fór á Héraðshælið á Blöndu-
ósi.
Sigurður var óþvingaður í allri framkomu sinni og léttur í máli.
Jafnframt naut hann virðingar sveitunga sinna. Hann var einnig
traustur heimilisfaðir. Sú atvinnugrein, sem Sigurður var fæddur til,
og hann ungur kaus að stunda, átti hug hans allan. Búskapurinn var
bæði starf hans og líf. Þar er unnið með frjómætti jarðarinnar og
reisulegar byggingar á Barkarstöðum bera vitni um dugnað Sigurðar
og farsæld í því, sem hann lagði hönd að. Sigurður var rnikill hesta-
maður og reyndar laginn við allar skepnur. Átti hann jafnan góða
hesta og ótaldar eru þær ánægjustundir, sem hann átti við tamningu
og útreiðar.
Segja má að yfirskrift lífs hans hafi verið þessi: ,,Mér féllu í erfða-
lilut indælir staðir og arfleifð mín líkar mér vel.“
Sr. Hjálmar Jónsson.