Húnavaka - 01.05.1977, Page 170
168
HÚNAVAKA
Guðmundur Elias Sigursteinsson, fórst með m/b Hafrúnu frá
Eyrarbakka ásarnt 7 skipsfélögum sínum, út af Garðskaga þann 2.
mars.
Hann var fæddur 18. nóvember 1957 í Reykjavík og varð því að-
eins 18 ára. Minningarathöfn um hann fór fram í Blönduóskirkju
þann 3. apríl við mikið fjölmenni.
Hann var sonur hjónanna Brigitte Vilhelmsdóttur og Sigursteins
Guðmundssonar héraðslæknis á Blönduósi. Fimm ára gamall flutti
hann til Blönduóss með foreldrum sínum og tveim eldri systkinum.
Eftir unglingapróf \ ið Miðskólann á Blönduósi stundaði hann nám
við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði veturinn 1972—1973 og
árið eftir settist hann í 5. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri. Haust-
ið 1975 hóf hann nám við menntadeild Flensborgarskólans í Hafnar-
firði. En upp úr áramótum 1976 réðist hann háseti á m/b Hafrúnu.
Gunðmundur var drengur góður, glaðvær og prúður í framkomu
og hvers manns hugljúfi. Hann var vel íjrróttum búinn og vinsæll
meðal skólasystkina sinna og vinnufélaga. Var hann því harmdauði
öllum er honum kynntust. Hann lætur eftir sig unnustu, Margréti
Bjarnadóttur frá Haga á Barðaströnd.
Ingimar Sigunjaldason, bóndi á Eldjárnsstöðum í Blöndudal and-
aðist 11. apríl að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi.
Hann var fæddur 26. september 1922 að Gafli í Svínadal. Foreldr-
ar hans voru Sigurvaldi Jósefsson, ættaður úr Víðidal en liann var
hálfbróðir sr. Valdemars F.ylands, hins Jrekkta Vestur-íslendings. Er
Sigurvalda lýst svo, að hann hafi verið heljarmenni, afrendur að afli
og harðfengi, fálátur en lilýr og tryggðatröll vinum sínum. Móðir
Ingimars var Guðlaug Hallgrímsdé)ttir frá Flögu í Vatnsdal. \?ar hún
af hinni kunnu Reykjahlíðarætt, greind kona og vel upplýst.
Ingimar ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt níu systkinum, fyrst
að Gafli og síðar á Eldjárnsstöðum, Jrar sem hann átti heima til
dauðadags. Munu foreldrar hans hafa verið fátæk á fyrstu búskapar-
árum sínum, Jrar sem þau höfðu mjög rýrt jarðnæði, fyrst á Ri'its-
stöðum, síðan í Gafli, en lengst af á Eldjárnsstöðum. Voru þau ætíð
sjálfbjarga, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, enda stolt og vildu ekki vera
Jriggjendur.
Mun Ingimar hafa erft marga þessa eiginleika foreldra sinna. Hann
vandist snemma mikilli vinnu, eins og títt var um unglinga, enda