Húnavaka - 01.05.1977, Side 171
HÚ NAVAKA
169
einstakur dugnaðannaður er hann óx úr grasi. Hann var verklaginn,
ósérhlífinn og kappsemi hans og elja var slík, að hann afkastaði jafn-
an meiru verki en aðrir er með honum unnu. Hann var ágætur fjár-
maður og laginn að halda því til beitar. Léttvígnr göngumaður var
hann, áræðinn og mjög óttalaus í klettum. Átti hann margar frægðar-
ferðir í fjárleitum í Blöndugili og víðar á Auðkúluheiði.
Sá kostur hans er greindi hann livað mest frá öðrnm mönnum, var
trygglyndi hans og vinfesti. Hjálpsamur var hann og vildi hvers
manns vandræði leysa.
Ingimar kvæntist ekki. Hann tók við búi foreldra sinna að jreim
látnum, ásamt Þorsteini bróðnr sínum, og jrar bjuggu þeir síðan í
tvíbýli.
Hann var sannur og góður sonur sinnar sveitar, dæmigert íslenskt
dalabam.
Ingimar var jarðsunginn frá Svínavatnskirkju 21. apríl.
Indriði Guðmundsson, fyrrverandi bóndi og oddviti frá Gilá í
Vatnsdal, andaðist á Héraðshælinu, þann 17. apríl. Útför hans fór
fram frá Blönduósskirkjun 24. apríl. Hann fæddist 5. marz 1892 að
Auðunarstöðum í Víðidal í V.-Hún. Foreldrar hans voru Guðmund-
nr Jónasson, er flntti síðar til Kanada, og Ingibjörg Davíðsdóttir, er
ættuð var frá Gilá í Vatnsdal. Indriði ólst upp hjá afa sínum og
ömmu, Þuríði Gísladóttur og Davíð Davíðssyni, er bjuggu á Gilá.
Indriði var um margra ára skeið verkstjóri við sláturhús Hiiepners-
verzlunar á Blönduósi. Hann kvæntist Kristínu Gísladóttur frá
Blönduósi. Fyrstu búskaparár sín bjó hann á móti móðurbróður sín-
um, Daða Davíðssyni á Gilá, en tók fljótlega við allri jörðinni.
Eignuðust þau hjón þrjú börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Þuríður
húsfreyja á Gilá gift Marteini Sigurðssyni, Kristjana húsfreyja gift
Sveini Magnússyni stýrimanni, en þau eru búsett í Kópavogi, og
Böðvar verkamaður í Reykjavík kvæntur Önnu Guðmundsdóttur.
Konu sína missti Indriði 1933. Fjórum árum síðar réðist ung
stúlka til hans, Jakobína Björnsdóttir frá Skinnastöðum, og tók við
búsforráðum. Reyndist hún börnum hans sem besta móðir. Eignuð-
ust þau eina dóttur, Kristínu, er nú stundar nám í bókasafnsfræðum
í Englandi. Hún er gift Bjarna Ólafssyni menntaskólakennara í
Reykjavík. Arið 1957 lést Jakobína og brá Indriði þá búi en dvaldist