Húnavaka - 01.05.1977, Page 172
170
HÚNAVAKA
eftir það í skjóli dóttur sinnar og manns hennar, er þá höfðu tekið
við búi á Gilá.
Þegar í æsku tók Indriði virkan þátt í félagsmálum í Vatnsdal.
Komu snemma í ljós hjá honum miklar gáfur og var hann um lang-
an aldur einn af forustumönnum sveitar sinnar. Hann sat um árabil
í hreppsnefnd Áshrepps, þar af oddviti um 18 ára skeið eða lengur
en nokkur annar svo vitað sé. Lét hann hvarvetna mikið að sér kveða
á mannfundum enda orðfær vel. Um skeið sat liann í yfirkjörstjórn
Húnavatnssýslu auk þess sem hann sat í fjölmörgum nefndum og
stjórnum. Öllum þessum störfum gegndi Indriði af samviskusemi og
dugnaði og naut því mikils trausts sveitunga sinna. Hann var bók-
hneigður, töluglöggur og gleð'maður á góðri stund.
Indriði á Gilá setti mikinn svip á sveit sína og hérað um áratuga
skeið. Með honum er því horfinn mikill persónuleiki, er sjónar-
sviptir er að.
Þorbjörn Kristjdn Jónsson, andaðist 30. júní í Reykjavík. Fór út-
för hans fram frá Undirfellskirkju 9. júlí. Hann var fæddur 12. októ-
ber 1905 að Skrapatungu á Laxárdal í A.-Hún. Foreldrar hans voru
Jón Helgason bóndi þar og kona hans Ragnheiður Ingibjörg Sveins-
dóttir er ættuð var frá F.nni.
Ólst hann npp í stórum systkinahópi í foreldrahúsum. En er hann
var 12 ára gamall fluttist fjölskyldan að Svangrund þar sem foreldrar
hans bjuggu um eins árs skeið, unz þeir fluttu að Skuld á Blönduósi.
Ungur að árum gerðist hann vinnumaður á ýmsum bæjum í
Vatnsdal. Á þeim árum eignaðist hann tvær dætur með Unu Karls-
dóttur, en þær eru Auður, gift Steingrími Guðmannssyni frá Snær-
ingsstöðum í Svínadal, nú búsett í Reykjavík, og Ragna, gift júlíusi
Karlssvni á Blönduósi. Árið 1935 eignaðist hann son, Guðmund
Ólafs, er lést á sjöunda aldursári. Var móðir hans Valdís Valdemars-
dóttir frá Ási í Vatnsdal.
Þann 7. febrúar 1941 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Rannveigu Elínu Sigurtryggvadóttur frá Litlu-Völlum í Bárð-
ardal. Hófu þau búskap sinn á Kornsá, á hluta af jörðinni, og var
þar heimili hans til dauðadags.
Eignuðust Jrau hjón 8 börn og eru 6 þeirra á lífi. F.n þau eru:
Jón Tryggvi bóndi á Snæringsstöðum í Vatnsdal, kvæntur Guðlaugu
Ólafsdóttur úr Reykjavík, Guðmundur Karl verslunarmaður í