Húnavaka - 01.05.1977, Side 173
HÚNAVAKA
171
Reykjavík, kvæntur Sæunni Grímsdóttur frá Saurbæ, Sigurður Ingi
verkamaður, kvæntur Erlu Bergþórsdóttur, en þau eru búsett í
Grundarfirði, Jósefína, gift Kristjáni Sigurðssyni frá Efri-Þverá í
Vesturhópi, búsett á Breiðabólstað í Vesturhópi, Kristján og Ingi-
björg, sem enn eru í heimahúsum.
Þorbjörn átti við mikið heilsuleysi að stríða lengst ævi sinnar.
Hann var hógvær maður og fáskiptinn, vel greindur og bókhneigður.
Anna Sigurðardóttir, húsmóðir frá Brekkukoti í Þingi, andaðist
3. október á Héraðshælinu. Hún var fædd fi. apríl 1899 að Ásum í
Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hennar Sigurður Jónsson og Þor-
björg jósefsdóttir frá Ysta-Gili í Langadal. Olst hún upp í foreldra-
húsum og vann þar til fullorðinsára, unz hún gekk að eiga Sigurð
Bjarnason frá Brekkukoti í Þingi. Hófu þau búskap þar 1919, jrar
sem heimili hennar var til hinstu stundar.
Eignuðust þau hjón 7 börn og eru 6 synir þeirra á lífi. En þeir eru:
Bjarni verkamaður í Sandgerði, kvæntur Bergeyju Jóhannesdóttur,
Sigþór bóndi í Brekkukoti, Hulda, er lést ung, Baldur verslunar-
maður á Blönduósi, kvæntur Kristínu Bjarnadóttur, Svavar bóndi á
Síðu, kvæntur Erlu Jakobsdóttur, Sigurður bóndi á Blöndubakka,
kvæntur Jóhönnu Ásgeirsdóttur Blöndal, og Þorbjörn vélvirki á
Blönduósi, kvæntur Sigríði Skaftadóttur.
Einnig ól hún upp sonardóttur sína, Önnu Huldu, sem nú er til
heimilis í Reykjavík.
í júlí 1953 missti hún mann sinn, en hélt síðan heimili fyrir son
sinn Sigþór allt til hinstu stundar, en hún lést á heimili sínu 77 ára
að aldri.
Eins og áður er sagt missti Anna mann sinn frá stórum barnahópi.
Var því hlutskipti hennar að standa fyrir búi, ásamt sonum sínum,
oft við erfið skilyrði. Hún var trú lífsköllun sinni í starfi húsmóður-
innar og kærleiksríkrar móður.
Jónsina Jónsdóttir, fyrrverandi húsmóðir á Sveinsstöðum í Þingi
andaðist 7. október á Héraðshælinu í hárri elli. Hún var fædd 19.
febrúar 1883, að Hrísakoti á Vatnsnesi. Voru foreldrar hennar Jón
Jónsson, Ambjarnarsonar stúdents frá Stóra-Ósi, er bjó að Hrísakoti