Húnavaka - 01.05.1977, Side 174
172
HÚNAVAKA
og kona hans Helga Pétursdóttir, Jónssonar í Krossanesi. Ólst hún
upp í föðurgarði ásamt sex systkinum.
Ung að árum nam hún við Kvennaskólann á Blönduósi árin
1902—1903, en næstu ár var hún í vistum á Akureyri og síðar á
Blönduósi, eða þar til hún giftist vorið 1907 Magnúsi Jónssyni bónda
og lireppstjóra á Sveinsstöðum.
Tóku þau hjón við búi á Sveinsstöðum af Jóni Ólafssyni Iirepp-
stjóra og dannebrogsmanni, föður Magnúsar, er setið Iiafði staðinn
um 40 ára skeið.
Á Sveinsstöðum var jafnan mannmargt heimili. Var þar og mikill
gestagangur, þar sem Sveinsstaðir liafa um aldaraðir legið í þjóð-
braut og um langan aldur m. a. viðkomustaður landpóstanna, er oft
gistu jrar. Hefir jafnan mikil reisn og höfðingsskapur einkennt
heimilið á Sveinsstöðum og átti Jónsína eigi lítinn hlut jrar að máli.
Hefir verksvið hennar því oft verið æði mikið og var dugnaði henn-
ar og hagsýni við brugðið.
Eignuðust þau hjón 6 börn. F.n þan eru: Marsibil Gyða, er lést
uppkomin, Jón fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kvæntur Ragnheiði
Möller, en hann er látinn fyrir allmörgum árum, Elísabet sauma-
kona í Reykjavík, gift Kristni Guðsteinssyni, Ólafur hreppstjóri á
Sveinsstöðum, kvæntur Hallberu Eiríksdóttur, sem látin er, Baldur
fyrrum bóndi á Hólabaki, nú skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur
Sigríði Sigurðardóttur, og Þorbjörg Helga er dvalið hefir á Sveins-
stöðum.
Árið 1943 missti Jónsína rnann sinn en þá um vorið höfðu þau
hjón brugðið búi eftir 36 ára farsælan búskap. Eftir það dvaldi hún
í skjóli sonar síns Ólafs hreppstjóra á Sveinsstöðum.
Jónsína var jafnan opin fyrir öllum nýjungum. Hún unni allri
fegurð og vann m. a. að garðinum fagra við bæinn á Sveinsstöðum
og hlynnti að honum meðan kraftar og jrrek entust. F.r fagur trjá-
gróður vottur um jretta áratuga starf hennar. Hún vildi vinna að
öllum þeim framfaramálum er miðuðu að göfgi og manndáð. Hún
var ein af stofnendum Kvenfélags Sveinsstaðahrepps og um margra
ára skeið í stjórn þess og síðar heiðursfélagi.
Hún var yfirlætislaus og hógvær í allri framkomu, hlý í viðmóti
og glæsileg húsmóðir á rammíslensku rausnarheimili, þar sem jrað
besta í arfi kynslóðanna hefir jafnan verið liaft í hávegum mann
fram af manni allt til þessa dags.