Húnavaka - 01.05.1977, Síða 175
HÚNAVAKA
173
Kristbjörg Kristmundsdóttir, frá Uppsölum í Sveinsstaðahreppi
andaðist 28. október á Héraðshælinu. Hún var fædd 31. júlí 1886 að
Ásbjarnamesi í Þverárhreppi. Voru foreldrar hennar Kristmundur
Guðmundsson síðar bóndi að Melrakkadal og kona hans Ingibjörg
Bjarnadóttir, ættuð norðan úr Skagafirði. Er hún var á 6. ári missti
hún móður sína og var þá tekin í fóstur af Guðmundi og Helgu
Þórarinsdóttur, er bjuggu að Refsteinsstöðum í Víðidal. Ólst hún
þar upp til fullorðinsaldurs við öll algeng sveitastörf. Var hún þegar
í æsku dugleg til allra verka og fylgin sér.
Er Kristbjörg var um tvítugt fór hún norður til Akureyrar, þar
sem hún lærði karlmannafatasaum. Hugðist hún jalnvel setjast þar
að, en heimilisaðstæður hjá fósturforeldrum hennar urðu þess vald-
andi að hún sneri heim.
Um þetta leyti kynntist hún manni sínum Sigurði Líndal Jó-
hannessyni, er ættaður var úr Aliðfirði. Gengu J:>au í hjónaband 1 ‘109
og settust að í Miðhópi. Voru J:>au þar og víðar í Víðidal og Sveins-
staðahreppi í húsmennsku, jafnan við kröpp kjör.
Varð þeim hjónum 5 barna auðið en þau eru: Guðmundur Helgi
kjötmatsmaður á Hvammstanga, kvæntur Pálínu Jóhannesdóttur,
Kristmundur Jóhannes rannsóknarlögregiumaður í Reykjavík.
kvæntur Svövu Þórðardóttur, Finnbogi Lárus lögregluþjónn í
Reykjavík, kvæntur Þorgerði Finnbogadóttur, Ingþór bóndi í Upp-
sölum, kvæntur Önnu Helgadóttur, og Hólmfríður, gift Kristni
Gíslasyni er búa að Hlíð í Garðahverfi.
Árði 1943 keyptu þau hjón býlið Uppsali, ásamt syni sínum Ing-
þóri, og bjuggu Jjar meðan kraftar og heilsa entust. Nutu J:>au lengst
af hjálpar dóttur sinnar, þar til hún giftist.
í nóvember 1961 lést Sigurður, eftir margra ára vanheilsu. Brá
lnin þá búi og dvaldist eftir J:>að hjá börnum sínum, þó lengst af í
Uppsölum eða þar til hún missti heilsuna og fór á Héraðshælið á
Blönduósi.
Kristbjörg helgaði sig heimili sínu og börnum. Hún vann ævistarf
sitt í kyrrj^ey og hennar æðsta gleði var að helga krafta sína velferð
annarra.
Sigriður Björnsdóttir, frá Öxl í Þingi, andaðist 29. nóvember á
Héraðshælinu. Hún var fædd 4. nóvember 1892 að Holti á Ásum í
A.-Hún. Voru foreldrar hennar Björn Kristófersson bóndi í Holti,