Húnavaka - 01.05.1977, Page 176
Í 74
HÚNAVAKA
en hann var ættaður frá Stóra-Fjalli í Borgarfirði og kona hans Ingi-
björg Þorvarðardóttir.
Ólst hún upp í foreldrahúsum, en fluttist 9 ára gömul með fjöl-
skyldu sinni að Sauðanesi, þar sem hún bjó til ársins 1906 en þá
flytja þau að Miðhópi í V.-Hún. þar sem Sigríður dvaldi til full-
orðinsára. Þá hélt Sigríður til Reykjavíkur til náms í saumaskap en
þaðan lá leið hennar að Hjarðarholti í Borgarfirði, þar sem hún var
í vistum lijá frændfólki sínu í tvö ár.
Árið 1927 sneri hún hingað norður og gerðist ráðskona Einars
Sigurðssonar bónda á Hjallalandi í Vatnsdal.
Á þessum árum kynntist hún manni sínum Jóni Jónssyni, er þá
bjó á föðurleifð sinni Öxl í Þingi. Haustið 1929 giftust þau, en þá
hafði Jón tekið við búi foreldra sinna.
Eigi varð jDeim barna auðið en eina fósturdóttur ólu þau upp
Sigríði Guðmundsdóttur, fyrrum bónda á Refsteinsstöðum og síðar
á Hraunum í Fljótum, en hún er gift Svavari Jónssyni frá Lamba-
nesreykjum í Fljótum og búa jrau í Öxl. Einnig ólu |)au upp frá 10
ára aldri Maguús Snæland Sveinsson frá Torfalæk, en hann er nú
verkstjóri í Reykjavík.
Þau hjón ráku myndarbúskap í Öxl allt til ársins 1953, en þá tóku
fósturdóttir þeirra og tengdasonur við búi.
Sigríður var samhent manni sínum. Allt var í föstu formi og snið-
um. Úti og inni ríkti reglusemi og þrifnaður í hvívetna.
Sigríður í Öxl var mikil húsmóðir og var heimili hennar annálað
myndarheimili. Hún var dugleg og alúðleg í allri framkomu.
Sr. Árni Sigurðsson.
Guðmundur Mýrmann Einarsson. Þann 14. september andaðist á
Héraðshælinu á Blönduósi Guðmundur Mýrmann Einarsson bóndi
á Neðri-Mýrum í Engihlíðarhreppi. Hann var fæddur 4. júní 1907
á Neðri-Mýrum. Voru foreldrar hans Einar Guðmundsson frá Mið-
gili í Langadal og Guðrún Hallgrímsdóttir frá Birnufelli í Fellum.
Árið sem Guðmundur Einarsson fæðist hófu foreldrar hans bú-
skap og eignuðust Neðri-Mýrar. Þau hjón eignuðust Jressi börn auk
Guðmundar: Unni og Hallgrím, er alla ævi hafa dvalist á Mýrum og
unnið þar að búinu, og Guðrúnu, sem gift er Jóhannesi Gíslasyni
verslunarmanni í Vestmannaeyjum.
Guðmundur var snemma tápmikill, varð hár vexti, hraustur, vel