Húnavaka - 01.05.1977, Page 177
HÚNAVAKA
175
byggður og vinnugefinn. Stundaði íþróttir og keppti á íþróttamótum
ungmennafélagsins. Þó búskapur yrði ævistarf hans bafði hann ríka
hneigð til veiðiskapar á sjó og landi. Hafði gaman að koma á sjó og
draga fisk og var ágæt skytta. Hagur var hann í besta máta, einkum
á járn.
Guðmundur var tvo vetur á Bændaskólanum á Hvanneyri og taldi
sig hafa mikið lært af dvöl sinni þar og þroskast á marga vegu.
Hann dáði mjög hinn merka skólastjóra Halldór Vilhjálmsson á
Hvanneyri. Eftir andlát föður síns stóð Guðmundur fyrir búi móður
sinnar ásamt systkinum sínum Hallgrími og Unni. Hóf hann þá
mikla ræktun og byggingar útihúsa úr steini. En er móðir þeirra
andaðist 1956 hófu þeir bræður, Guðmundur og Hallgrímur, félags-
bú. Guðmundur var vakinn og sofinn yfir að allt væri í hinum bestu
snlðum. Má þar til nefna vel hirt tún er gáfu góða uppskeru þótt
illa áraði, vel ræktaður og alinn búsmali, enda hugleiddi Guðmund-
ur margt er mátti verða til nytja við búskapinn. Hann var í senn
bókhneigður og eftirtektarsamur. Guðmundur var glöggur um ali-
dýrasjúkdóma og varð mönnum að liði í þeim efnum. Hann var ár-
vakur við búskapinn eins og góður fiskimaður um að afla. Guð-
mundur gaf sér góðan tíma til að kynna sér verðlag á hlutunum, svo
að hann mætti hljóta sem hæst verð fyrir vöru sína og öðlast ódýrust
innkaup. Kom þar fram verslunarhneigð hans og hagsýni um alla
hluti. Var því bú {Deirra bræðra arðsamt enda kappkostaði Guðmund-
ur að forðast skuldir. Hélt svo fram um langt árabil að Guðmundur
hafði alla útvegun búsins en Hallgrímur sá um allt heima fyrir. F.n
báðir voru þeir bræður dugnaðarmenn til allra verka.
Unnur systir þeirra var stoð og stytta móður sinnar heima fyrir.
Þann 8. ágúst 1949 festi Guðmundur Einarsson ráð sitt og gekk
að eiga Guðrúnu Sigurðardóttur frá Mánaskál á Laxárdal í Vind-
hælishreppi, myndarkonu til munns og handa. Hafði ævi hennar
fallið í líkan farveg og Guðmundar. Um fjölda ára var hún ráðskona
hjá föður sínum og bræðrum því að faðir þeirra systkina var ekkju-
maður. Mátti því telja jafnræði með Guðrúnu Sigurðardóttur og
Guðmundi Einarssyni í búskapnum og heimilishaldi með slíka
reynslu að baki.
Þau lijón eignuðust þessi börn: Sigurbjörgu, gifta Jóni Bjarnasyni
frá Haga í Þingi, búsett á Blönduósi, Einar og Guðrúnu, sem búa
heima á Mýrum.