Húnavaka - 01.05.1977, Side 178
176
HÚNAVAKA
Nú er um 40 hektara tún á Mýrum er gefur af sér nær þrjú þúsuncl
hesta í stað níutíu hesta er Einar Guðmundsson fékk l'yrsta árið sem
hann bjó á Mýrum.
Þau systkin, Guðmundur, Unnur og Hallgrímur, hafa hlotið
umbun tryggðar sinnar við jörðina. Enda var Guðmundur tengdur
órjúfandi böndum við þessar lendur sínar til endadægurs. Honum
var það án efa ánægjuefni að sonur hans, Einar, inyndi taka við bú-
skap á Mýrum, svo verki þeirra ættmenna væri haldið í horfinu.
Er ég kom ölluin ókunnur fyrir 35 árum í Höskuldsstaðaprestakall
og frekar fákunnandi um sveitastörf, þá hófust kynni okkar Guð-
mundar, er einkum byggðust á því að hann var ættaður af Nesinu
eins og ég. Var hann mér hollráður um marga hluti og hélst vinátta
okkar alla tíð og ég minnist hans með þakkarhug.
Það voru honum blessaðir dagar er hann magnþrota gat dvalist
fáeinar vikur heima framan af sumri.
Kona hans, Guðrún, var manni sínum mikil stoð, sem tryggur og
ástríkur lífsförunautur, er hann gat deilt sínum áhyggjum með, uus
hann kvaddi Mýrar til að dvelja á sjúkrahúsi á Blönduósi.
Við erum jafnan minnt á, að lífði í kringum okkur er ávallt að
kvikna og slokkna. Margar eru myndirnar sem okkur gefast í prest-
störfunum; eina slíka á ég frá liðnu sumri.
Fárra mánaða drengur horfði forvitnum augum á afa sinn á bana-
beði, jafnfranrt því sem hann laugaði sig í sólargeislanum.
Afinn horfði hýrleitur á drenginn, sem er að byrja vegferðina, þá
sem hann er sjálfur að ljúka, því Guðstrúin með lífsgeislum sínum
hafði laugað sálu hans, svo hann beið rólega hinnar nýju vegferðar.
Þannig eru minningar mínar um Guðmund á Mýrum á sjúkra-
beði og dótturson hans Bjarna.
Kristin Sigyaldadóttir. Þann 1. janúar 1976 andaðist á Héraðs-
hælinu á Blönduósi Kristín Sigvaldadóttir ekkja á Skeggsstöðum í
Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Hún var fædd 23. júní 1900 á
Skeggsstöðum. Voru foreldrar hennar Sigvaldi Björnsson frá Finns-
tungu og kona hans Hóhnfríður Bjarnadóttir frá Stafni.
Árið 1900 flytja þau hjón Sigvaldi Björnsson og kona hans Hólm-
fríður Björnsdóttir að Skeggsstöðum er þau sátu síðan alla tíð. Á því
ári er þau hljóta þessa vildisjörð fæðist þeim Kristín dóttir þeirra
23. júní er alla æfi síðan bjó þar.